föstudagur, júlí 25, 2003

Jámm ég reddaði málunum .. enda ekki nema von ég er snilli...
Var búin að skrifa þessa fínu færslu um ekki neitt en greinilega samt svo merkileg að bloggerinn sá ástæðu til þess að dulkóða færslunna en ég henti henni bara !!!

Það var svossem ekkert merkilegt í henni nema það að Palli minn á afmæli í dag, er 34 ára kallinn og ég ekki einu sinni hjá honum til að kyssa hann til hamingju.. frekar fúlt, en þetta styttist.....
Nú fer verslunarmannahelgin að skella á og ég ætla að baka afmælisköku handa Eiði Tjörva á laugardeginum því hann verður 9 ára 2. ágúst þannig að það verður afmælishátíð í nesjunum um verslunarmannahelgina.. ég er nú reyndar þekkt fyrir að vera með "öðruvísi hátíðir " um versló en annað fólk.. hver man ekki eftir Skjólgarður ´90, ´91 og því öllu.. Mér finnst best að vera bara heima og horfa á fréttir af útihátíðum í tellíinu.. það er alltaf öruggast!!

Eitt í lokin..
mig langar að hjálpa honum Doctor Dave vini mínum, málið er að Davíð læknir hér á stöðinni þarf að komast í bæinn eftir hádegi á þriðjudaginn og þá er hvorki flogið né rúta. Þannig að ef einhver er að fara í bæinn á þriðjudaginn please let me know.. Hann er að fara til útlanda á miðvikudag ..greyjið...

ps. setti inn linka á Venna júdó, sem skrifar rosa skemmtilegt blogg, og Sverri. Sverrir er nýbyrjaður að blogga og á ég ekki von á öðru en að hann skrifi skemmtilegt blogg, hann er nefninlega furðuskemmtilegur drengur....

pss. frétti í morgun að hann Sigursteinn vinur minn væri búinn að eignast strák.. Til hamingju með það...