miðvikudagur, júlí 30, 2003

Miðvikudagur í dag og 16 dagar þangað til að ég hætti að vinna.. það er bara gaman! Ekkert að frétta.. Er að veltast með hvað ég á að kaupa handa Eiði í afmælisgjöf.. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvort hann fái ekki örugglega pakka vegna þess að það er engin dótabúð hér á hornafirði....
Ég vil fara að komast heim til Reykjavíkur.. get ekki beðið eftir að skólinn byrji.. hvað er málið með það?? Eins og maður var komið með þokkalegt ógeð í vor, maður er nú ekki neitt smá fljótur að gleyma.. eins og það sé eitthvað tilhlökkunarefni að hanga í skólanum frá morgni til kvölds. Ég er viss um að strákarnir eru ekkert að bíða eftir því mamma þeirra byrji aftur í skólanum.. En þetta fer nú að verða búið, allavega síðasti veturinn í fullu námi og jafnvel bara útskrift í vor, mamma var nú að hafa smá áhyggjur af því að Elli bro myndi fermast um sömu helgi og við Björn görn útskrifumst ( þ.e.a.s ef Björninn útskrifast í vor, held það sko), en það verður vonandi ekki, enda svossem ekkert allveg hundraðprósentpottþétt að maður útskrifist í vor.. annað eins hefur nú gerst að maður falli í einu eða tveimur fögum... en maður hefur nú svosssem rúllað því upp í annarri tilraun.. Það er nú samt soldið skrítin tilhugsun að klára skólann því hvað á maður eiginlega að gera þá?? Það er nú ekkert verið að drekkja manni í atvinnutilboðum fyrir fólk með Bsc í tölvunarfræði, varla að maður blotni í fæturna....
En enga svartsýni, maður fær örugglega fína vinnu með amk hálfa millu á mánuði. Þá get ég keypt mér litla eyju einhverstaðar í karabíska hafinu og sötrað kokteila þegar mér dettur það í hug, hús á spáni eins og pabbi hennar dísu og bara haft það huggulegt.. ég bið nú ekki um meira!!!