þriðjudagur, júlí 29, 2003

Góðan dag.. kominn þriðjudagur og haldiði ekki bara að það sé komin sól, reyndar spáð rigningu og ég í pilsi í vinnunni og maður veit nú hvernig það endar...

Annars er bara allt gott að frétta hér.. fór með Eið og Birki á íþróttaæfingu hjá Mána í gær, rosa fjör, alveg heilir 4 strákar og 1 stelpa, það er af sem áður var þegar ég var ung (úff, þetta hljómar nú eins og ég sé búin að vera 10 ár á elliheimili en ekki rétt rúmlega þrítug), þá var gamli íþróttavöllurinn fullur af rjóðum og sveittum krökkum sem köstuðu spjóti, stukku hástökk og allt mögulegt, þá þurfti að skipta í hópa til þess að maður þyrfti ekki að bíða of lengi til þess að fá að stökkva eða kasta.. krakkar á ölum aldri allt frá 6 ára upp í "fullorðið" fólk sem var kannski allveg að verða 20 ára eða eitthvað .. og stökk kannski allveg 5 metra eða eitthvað í langstökki .. nú eru þetta örfáir krakkar sem mæta... hvernig ætli standi á þessu, eru foreldrar ekkert að hvetja krakkana sína til þess að drífa sig út í góða veðrið eftir kvöldmat til þess að fá að prófa að kasta kúlu eða kringlu, stökkva hástökk, hlaupa spretti og enda þetta svo á góðu boðhlaupi.. Við systurnar mættum alltaf, Dadda, Arna og Matta mættu alltaf og Siggi, Eydis, Freyja og Helga.. Steini, Jóhann, Nonni Jóns.. allir mættu.. Svo var kannski stolist niður á Hótel Eddu og fengið sér súkkulaði á eftir... Þá var nú gaman að lifa.
Strákunum mínum fannst æðilsega gaman í gær, þeir stukku langstökk og köstuðu spjóti og hlupu allveg rosa hratt.. kannski að fjöldinn skipti ekki máli, heldur bara að fá að prófa .. Þeir ætla sko pottþétt aftur næst..