fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Góðan dag, Fimmtudagur og ég er enn að vonast eftir að einhver góðhjartaður reddi mér bíl eða fari heim á laugardag... næst síðasti vinnudagurinn og allt gott um það að segja, búið að bjóða mér í kokteilboð í dag kl hálf fimm til að kveðja mig... bara svona létt og skemmtilegt,... húsráðandinn sem heldur boðið er ólétt og er það ástæðan fyrir því­ hversu þetta er haldið snemma, hún verður nefninlega að vera komin í rúmið ekki seinna en kl 22 skv. fyrirmælum ljósmóður.. verður vonandi rosa gaman bara..
Annars er bara fínt að frétta, strákarnir fóru í gær með Ella og Gísla upp í laxárdal í berjamó og einhverskonar rannsóknarleiðangur ... með nesti og allt, fóru um hálf 11 og komu ekki heimfyrr en rétt fyrir 4, rosa gaman, Birkir er smá brunninn á öxlunum en annars allir mjög happí með ferðina.

Jæja Heiða mín er að hugsa málið, vonandi að það gangi nú sem allra best og hún komist að niðurstöðu sem ég er ánægð með, því geðheilsa mín er hreinlega í húfi hérna, ég verð að komast heim á laugardag því þá er palli í fríi og ég get aðeins séð hann, það er nebblega svo rosa mikið að gera í vinnunni hjá honum að ég á ábyggilega ekki eftir að sjá hann fyrr en einhverntíman í september ef ég sé hann ekki á sunnudag, og það er nú ekki nógu gott... en ef ég kemst á laugardag, þá verð ég sko ánægðasta systir í öllum heiminum! ...