laugardagur, ágúst 09, 2003

Góðan dag, það er Laugardagur og allt á fullu, pabbi að græja kjötið á grillið, mamma að skralla kartöflur og ég að hugsa um hvort það sé nokkuð of snemmt þó að maður fái sér einn öllara... jáhh og ég má ekki gleyma, 7 dagar þangað til ég fer heim...
Ætlaði nú ekkert að blogga í dag en ég varð að segja ykkur frá einu... Ég var að skoða einn fallegasta strák sem ég hef séð í morgun, Arna og Boggi komu með nýja, fína strákinn sinn til að sýna okkur og ég verð nú bara að segja að fallegra barn hef ég bara ekki séð (nema náttúrulega mín börn og Hrafnhildar en það er ekki að marka), allveg hreint ótrúlega fallegur drengur, ég fékk bara tár í augun og allt!!! Það á að skíra þennan yndislega dreng á morgun heima hjá langömmu og langafa, þ.e. afa og ömmu hans Bogga... vonandi að það gangi allt saman vel..
Jæja Laugardagur til lukku, spurning hvort maður ætti að spila í lottó, nei.. ég nenni ekki að fara út á Höfn og kaupa miða, Palli kaupir örugglega miða ef ég þekki hann rétt, þ.e. ef það er margfaldur vinningur!
Jæja greyin mín vonandi hafiði það jafn gott og ég. Ég var að ákv. að það er ekki of snemmt að fá sér öllara, en ég bíð samt kannski aðeins með það...