mánudagur, ágúst 04, 2003

hm... helgin að verða búin, allveg hreint massa fín helgi, Föstudagurinn endaði á kaffihorninu með skvísunni og öðru skemmtilegu fólki. Laugardagurinn fór í afmælisstúss því Eiður Tjörvi varð 9 ára, bökuð afmæliskaka, legið í sólbaði og bökuð afmælispizza .. Sunnudagurinn fór í að liggja í leti, stóran göngutúr út á Horni þar sem var gengið að restunum af Sæbjörginni og leikið sér í sjónum. Það var rosa gaman, pabbi og strákarnir óðu sjóinn upp að mitti og urðu ein sandhrúga, Birkir tilkynnti mér að hann væri meira að segja með sand á typpinu... Svo var farið heim og ma&pa bjuggu til þetta fína kjúklingasallat sem við borðuðum. Svo bara var farið snemma í háttinn ...
En nú er kominn mánudagur, Árni Johnsen fékk ekki að stjórna brekkusöngnum en sendi bréf í staðinn þar sem hann sagði að "leiðindapúkarnir" leyfðu honum ekki að koma .. aumingja árni greyjið,... að kallarnir skuli vera svona vondir við hann... ómg.. hann hefði kannski átt að hugsa út í afleiðingarnar áður en hann ákvað að verða steliþjófur... en nei.. allt vondu leiðindapúkunum í Reykjavík að kenna að hann kemmst ekki á þjóðhátíð...

jámm semsagt kominn mánudagur og ég á bara eftir að vinna í tvær vikur... jibbí ég get ekki beðið...