fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Gott kvöld, kominn fimmtudagur og skólinn var settur í dag. Ég fór ekki.
Búið að vera rosa fínt veður í dag, eiginlega of gott því þegar við röltum í göngutúr með boðskortin í afmælisveisluna hans Eiðs (sem verður á morgun), fékk ég þennan fína hausverk og varð bara að taka pillur og kríu þegar ég kom heim. Var nú með smá samviskubit yfir því að sofa í blíðunni en who cares!!!

Annars er ég bara búin að vera í mömmuleik og að sinna húsmóðurstörfum undanfarna daga, bara búin að hafa það fínt. Eitt er þó að brjótast um í mér og það er það hvort ég eigi að taka viðskiptaval í skólanum, en þá útskrifast ég með BSc í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem undirgrein sem þýðir að ég tek 15 ein í viðskiptafræði... ég er búin að fara í svo marga hringi með þetta að ég er að verða geggjuð... Þannig að ef einhver hefur einhverja skoðun á málinu má sá hinn sami láta mig vita sem fyrst.
Talandi um skólann þá er allt að fara af stað, á að mæta í rekstrarbókhald (þ.e. ef ég tek viðskiptavalið (úfff)) kl 8.10 á mánudagsmorgun, Birkir á að mæta í viðtal hjá kennaranum sínum kl 9.10 og Eiður á að mæta kl 12.30 og svei mér þá ef hann á ekki líka að fara til tannréttingalæknisins einhverntíman þennan sama dag, ég þarf að tékka á því, þannig að það stefnir í ansi bissí mánudag.. svo ég tali nú ekki um það að fara að kaupa skóladót... púff... sem betur fer fer ég bara í vinnuna til palla í "rólegheitin" þar og versla draslið, það er miklu betra heldur en að fara í griffil eða offiss eða hvað þetta nú heitir og standa í biðröð fram á þriðjudag...

Jahérna það sem maður getur blaðrað um akkúrat ekki neitt....