sunnudagur, ágúst 17, 2003

Gott kvöld, Sunnudagur að kveldi kominn og ég er komin heim og það er bara frábært...
Ég, Eiður, Birkir og Gísli skellum okkur heim með flugi í dag ásamt allveg hreint ótrúlega miklum farangri. Pabbi var að spá hvort það þyrfti ekki Hercules vél til að ferja allt þetta dót, Hercules vél er btw svona flugvél eins og kom með Keikó hérna um árið...
Flugferðin gekk mjög vél, strákrnir héldu mér uppi á spjalli allan tímann, voru mikið að velta því fyrir sér til hvers neyðarútgangurinn væri, afhverju maður mætti ekki hafa borðið niðri þegar maður var að fara upp, afhverju mætti ekki opna gluggana í vélinni og þá afhverju maður getur sogast út ef maður gerir það og síðast en ekki síst hvenær maður á eiginlega að toga í spottann á fallhlífinni þegar maður hrapar??? Þetta eru ansi erfiðar spurningar sem héldu mér uptekinni alla leiðina þannig að ég hafði ekki einu sinni tíma til þess að hugsa um það að ég væri innilokuð í pínulítilli flugvél lengst uppi í lofti....

Svo lenntum við og Palli sæti var kominn að sækja okkur... mikið rosalega var gott að knúsa hann.....
Svo löbbuðum við og keyptum okkur í pizzu, bökuðum hana, borðuðum hana og Birkir er kominn í bað og aðrir sitja á meltunni þar til að það er komið pláss fyrir ísinn og jarðarberin sem við keyptum í eftirmat...
Hversu dásamlegt getur þetta líf eiginlega verið.....