mánudagur, ágúst 25, 2003

Góðan dag, mánudagur og einkennist hann aðallega af stundatöflum, bókalistum og fiðrildum í maganum.

Skólarnir eru semsagt byrjaðir og er það heilmikið mál þegar þrír af fjórum fjölskyldumeðlimum eru í skóla. Stundataflan mín er eitt stórt gatasigti... er tvo daga í viku til hálf 3 og tvo daga til hálf 4 en er samt bara að meðaltali þrjá tíma á dag í skólanum. Samt þarf ég að mæta þrjá daga kl 8!!! Mér finnst þetta nú soldið skítt... en maður ætti að geta nýtt tímann í þessum götum og lært. Og þetta skiptið skal það takast!!!
Annars höfum við bara haft það fínt, Strákarnir gistu hjá afa og ömmu í breiðholtinu á laugardag þannig að við palli höfðum það allveg rosa næs, horfðum á formúluna og HM í frjálsum á milli þess sem við kúrðum.. enda veitir manni nú ekki af að slaka á fyrir komandi vetur, sem verður örugglega rosa strembinn, í 5 fögum og einu aðventunámskeiði núna fyrir áramót, Palli aldrei heima eftir miðjan okt þannig að þetta verður gífurlega hressandi eins og stella segir stundum.

Hvað er eiginlega málið með þessa síðu, búin að vera niðri síðan í morgun, allt bara á hliðinni hjá þessum greyjum og það fyrsta skóladaginn. Ef það er ekki típiskt þá veit ég ekki hvað... en maður hefði nú haldið að það væri mannskapur þarna til að laga þetta......

Svo er það bara gúllasss í kvöld..