fimmtudagur, júní 30, 2005

Bloggað úr símanum


Duran Duran partý íha...
Powered by Hexia

úff... spenningurinn er að gera útaf við mig, mér er sífellt mál að pissa og get varla pikkað fyrir skjálfta í höndunum.. bara c.a. 6 tímar þar til gaurarnir stíga á svið.. ómg.. ÓMÆGAD.. stefnir í góðann hitting fyrir tónleika, ég og Palli, Dadda og Binni, Eydís og Daði, Steini og Sóley, Skrani og Sigga og Eydís D.. og kannski fleiri.. maður veit aldrei..
er að bara að fara heim, er hvort sem er óvinnufær.. er því komin í rúmlega vikufrí.. mæti ekki í vinnuna fyrr en 11 júlí næst.. erum á leið eitthvað út í buskann og endum á fótboltamóti á skaganum helgina 8-10 júlí þar sem Þróttarar munu væntanlega kenna öðrum liðum að spila fótbolta..
Lifi Þróttur.. og DuranDuran.. ómg.. er að pissa í buxurnar af spenningi.. held ég sé farin bara.. já ég var víst búin að segja það.. bæbb!

föstudagur, júní 24, 2005

fór til Döddu í gær.. knúsaði Guðrúnu mína og Kolbein nafna minn í kaf.. fékk að gefa pela og lesa dýrabók og allt.. svo þegar Guðrún var sofnuð fórum við Dadda að spjalla .. töluðum stanslaust til klukkan 2 í nótt!! að vísu með smá pásu á meðan despó var í sjónvarpinu..
Svona spjall minnir nú bara á það hvernig Mamma og Gunna gátu setið langt fram á nótt og spjallað..
og mikið rosalega er ég rík að eiga svona góða vinkonu sem á svona yndisleg börn og þó svo að við hittumst ekki endilega á hverjum degi þá er hún Dadda mín svo ótrúlega stór hluti af mér, þekkir mig alveg út og inn og veit nákvæmlega afhverju ég er eins og ég er... maður þarf aldrei að setja sig í neinar stellingar, enda myndi hún sjá í gegn um þær eins og skot.. og það er svo gott...
Hún Dadda mín er einfaldlega langbesta vinkonan í öllum heiminum .. og ég áana...

mánudagur, júní 20, 2005

löhhhöngu kominn tími á að henda einhverju hérna inn.. er búin að vera hálf slöpp eitthvað, með endalausann hausverk og tóm leiðindi.. hafði það nú samt bara gott um helgina, fór að sjálfsögðu niðrí bæ á sautjándajúní, verð nú bara að segja að þetta var ansi merkilegur sautjándijúní, var í fyrsta skipti í 10 ár ekki með risagasblöðru í hendinni, strákarnir orðnir svo stórir að þeir vildu ekki gasblöðru, þurfti heldur ekki að standa í neinni hoppukastalabiðröð, heldur gat bara sleikt sólina á meðan strákarnir stóðu í biðröð.. og já sólina.. það var sko sól og ég bara hreinlega man ekki eftir svona góðu veðri á sautjándajúní í mörgmörgmörg ár.. fór heldur ekki í skrúðgöngu.. semsagt mjög merkilegur sautjándijúní..
Fór svo í loftkastalann á Superstar á laugardaginn og það var geggjað, ótrúlega duglegir krakkar þar á ferð og pabbi minn náttúrulega langflottastur, það þarf nú varla að taka það fram...
Sunnudagurinn leið í leti, skoðuðum helluborð og fórum svo í kaffiboð á meistarvellina..
Strákarnir mínir þrír fóru á völlinn á fimmtudag og sáu Þrótt taka eyjamennina 4 - 0 .. og lýsi ég hér með ánægju minni með það .. vonandi að Þróttararnir séu nú komnir á sigurbraut og láti ekki staðar numið og vinni svo KR-ingana á fimmtudaginn (eins gott að segja þetta bara hljóðlega..)
Annars þá styttist óðum í DURAN DURAN tónleikana.. er bara orðin ansi spennt .. hitti einmitt Döddu, Eydísi S og Steina, öll í sitthvoru lagi, bara núna um helgina og allir orðnir rosa spenntir og ekki spillir fyrir að maður græðir kannski bara partý út úr þessu í kaupbæti.. það er ekki verra .. svo þegar tónleikarnir eru búnir tekur við sumarfrí til 11. júlí... sem minnir mig á það að ef einhver sem les þetta veit um tjald til sölu fyrir mig og mína fjölskyldu þá má hinn sami gefa sig fram.. er meira að segja til í að borga smá fyrir það.. en þá þarf það líka að vera flott!!!
LIFI ÞRÓTTUR...

laugardagur, júní 11, 2005

Bloggað úr símanum


Flottur a fotboltamoti
Powered by Hexia

miðvikudagur, júní 08, 2005

Ég held ég sé eitthvað skrítin. Suma daga vakna ég, alveg hreint að springa úr tilhlökkun yfir jahh.. bara öllu, að það sé komið sumar, að þetta eða hitt sé að fara að gerast og svona.. og svo aðra daga vakna ég með hnút í maganum yfir hreinlega öllu.. er þetta eðlilegt?? maður spyr sig..
Strákarnir mínir fengu vitnisburðinn sinn í gær og er skemmst frá því að segja að börnin mín eru hreinlega snillingar! Birkir var með "mjög gott" (sem er best) í næstum því öllu og "gott" (sem er næstbest) í hinu og Eiður var með einkunnir á bilinu 7.5 og upp í 10, fékk reyndar 6,5 í stafsetningu .. ég man nú þegar ég var í MR og Jón Gúmm las upp stafsetningarverkefnin "ýmsu væri að kynja þótt ýmsum hyggnum og lífsreyndum mönnum,sem ólust upp við nýtni og hagsýni, brygði í brún .. " osfrv.. ég get ekki enn skrifað þetta villulaust, þá var gefið í mínusstigum ef villurnar voru fleiri en 20 og ég man hamingjuna þegar maður fékk 0 en ekki -10 eða eitthvað.. en semsagt strákarnir eru snillingar og ég er ótrúlega montin af þeim!!!
Elli skrítni fór á Iron Maiden tónleikan í gær og hann var svo ánægður þegar hann kom heim af tónleikunum að hann skoppaði um allt eins og skopparakringla.. þetta var víst BARA FRÁBÆRT!!
En núna er ég að fara í löns með stelpunum úr HR.. íha..

mánudagur, júní 06, 2005

jæja.. er ekki kominn tími á smá blogg.. tjahh þaðheldég..
Massa fín helgi að baki, föstudagurinn leið í miklum rólegheitum, svo kom laugardagurinn með sól og blíðu og ég dreif mig út að þrífa bílinn, alveg kominn tími á það fyrir löngu, pússaði og bónaði og allur pakkinn.. og er bíllinn alveg spikkogspan eftir með(í)ferðina.. eftir það rennt í breiðholtið í afmæliskaffi hjá Heiðu litlu systur.. fengum súkkulaðiköku, rjóma og jarðarber og ostaköku (sljúrb).. Hún varð 28 ára þesselska.. til hamingju með það dúllan mín... eftir allt átið var bara lagst í leti og mín sofnuð í sófanum um 9 leitið, alveg búin áðí eftir allt bónið..
Á sunnudaginn skelltum við familían okkur á Þingvelli, hlupum upp og niður Almannagjá og borðuðum nesti, sáum mink og hlustuðum á fiðluleik.. fórum svo á Selfoss, keyptum í matinn og brunuðum heim, bökuðum pizzu og átum á okkur gat!!
svo í morgun fór ég í ræktina.. legg nú ekki meira á ykkur.. þvílíkur dugggggggnaðurmaður..
Svo er elli skrítni kominn til að fara á Járnfrúartónleikana.. verði honum að góðu..
svo er komin rigning.. sem er gott..
þangað til næst..

miðvikudagur, júní 01, 2005

og áfram með afmæliskveðjurnar..
Björn Gíslason, mágur minn, kollegi og Görn á afmæli í dag. Hann er núna staddur á Ítalíu.. væntanlegur heim á morgun.. vonandi með eitthvað hressandi með sér í töskunni því útskrift á næsta leiti og eins og allir vita (lesist: ég og Pétur ) þá er að sjálfsögðu alltaf hottsjottað í útskriftarpartíum..
Til hamingju með daginn Bjössi minn...