þriðjudagur, maí 31, 2005

Jæja þá er maður mættur í vinnuna eina ferðina enn..
búið að vera ansi erilsamt þessa undanfarna daga, Gísli og Sunna eru búin að vera hjá mér síðan á miðvikudag og ég get ekki neitað því að það örlar aðeins fyrir stressi á morgnanna þegar ég er að hafa allt liðið til í skóla og leikskóla en við erum komin með ágætis rútínu á þetta, hún ætti að vera orðin vel smurð þegar Hrafnhildur og Bjössi koma heim..
Ég er alveg farin að þrá það að komast í smá frí.. þó það væri ekki nema bara til þess að klára bókina mína og þrífa bílinn minn að innan.. í bara smá frí.. kannski útilegu og gott veður og göngutúra.. liggja í sólinni... ahh það væri næs..
En það sem ég ætlaði að segja en ekki þegja..
Hann Elías Tjörvi, stóri litli bróðir minn, sem er fyrir löngu vaxinn mér yfir höfuð, er hvorki meira né minna en 15 ára í dag.. Til hamingju með það sæti, sendi þér kossa og knús heim í fjörðinn fagra..

fimmtudagur, maí 26, 2005

Þokkalega magnaður leikur í gær.. svei mér þá ef maður er ekki bara búinn að finna poolarann í sér, enda fer rauður litur mér alveg hreint sérlega vel.. fór reyndar um mig smá hamingja þegar minn maður Maldini skoraði á fyrstu mínútu en svo átti Liverpool hjarta mitt allar hinar 119 mínúturnar og svo ekki sé talað um vítaspyrnukeppnina... maður lifandi.. svona eiga fótboltaleikir að vera..
En þá að öðru.. núna er Toggster á leiðinni til Belgíu í faðm sinnar heittelskuðu og ætlar að vera þar í sumar, Mamma og Pabbi eru í Köben á einhverju kennaraveseni og Hrafnhildur og Bjössi eru á leiðinni til Ítalíu as we speak, Hrafnhildur var búin að plana þessa ferð án þess að eiginmaðurinn vissi neitt, hann fékk að vita í gær að hann væri að fara til útlanda en vissi ekki hvert og fékk ekkert að vita fyrr en hann þurfti að tékka sig í flugið í morgun.. þar ætla þau að vera í kærustuparaleik í heila viku og Gísli og Sunna hjá mér á meðan.. var soldið fjör í morgun að koma þeim og mínum strákum í skólann og leikskólann en það hafðist.. doldið fyndið að vera með helmingi fleiri börn.. t.d. bara heljarinnar uppvask eftir morgunmatinn hehe.. en þetta eru yndisleg börn og bara gaman að hafa þau.. maður getur ekki kvartað yfir lognmollu á meðan..
En nú er það vinnan..

sunnudagur, maí 22, 2005


Duran Duran midarnir komnir i hus...
Powered by Hexia

þriðjudagur, maí 17, 2005

hellú..
Þá er hvítasunnan að baki og engir skemmtilegir frídagar til að hlakka til nema náttúrulega 17.júní og það vill svo skemmtilega til að það er föstudagur þannig að maður græðir alveg langa helgi út úr því.. ég elska langar helgar..
Er enn að javast í vinnunni, vonandi er þetta samt bráðum búið.. ekki það að þetta er búið að vera smá tsjallens að rifja upp allt þetta java dót..
Ma&Pa komu óvænt í bæinn í morgun, pabbi fór á einhvern fund fram að hádegi og svo buðu þau mér á Sólon í hádeginu, fékk mér ógó gott pasta með parmaskinku og einhverju dóti .. geggjað..
og nú er ég bara í vinnunni og er að skrifa einhverja javascriptir.. sem er gott..
En hápunktur dagsins í dag er að sjálfsögðu sá að hann Björn Gíslason, mágur minn og kollegi var að kynna B.Sc verkefnið sitt í morgun og er námi hans í HR því lokið!!.. Til hamingju Bjössi minn, það veit Guð að ég samgleðst þér alveg innilega..

mánudagur, maí 09, 2005

Jæja þá er maður kominn heim og mættur í vinnuna...
Algjör snilld þessi ferð, nutum lífsins alveg í botn enda ekki annað hægt í þessari fallegu borg. Ekki spillti veðrið fyrir, 35 stiga hiti þegar mest var.. varð kanski aðeins túmöts á tímabili en hvahh..
ætlum að skreppa til móts við pabba eftir vinnu, hann ætlar að skila mér gullmolunum mínum.. get ekki beðið eftir að knúsa þá..
nenni ekki að skrifa ferðasöguna núna.. en hún á örugglega eftir að koma inn..

En aðalatriði dag er það að besti frændi í heimi hann Gísli Tjörvi er ellefu ára í dag.. Til hamingju sæti minn

sunnudagur, maí 08, 2005


Heimför handan vid hornid. Sidasti sjens ad fa ser cerveza...
Powered by Hexia


Ouch...dagur ad kveldi komin, heimferd a morgun. Eins gott ad eg er ekki ad fara ad taka tatt i fótafegurdarsamkeppni...
Powered by Hexia

laugardagur, maí 07, 2005


Tvilikur matur, tvilik tjónusta, tvilikur stadur!!
Powered by Hexia


Tvilikur folksfjöldi, mætti halda ad tad væri menningarnótt...
Powered by Hexia


Iha...:-)
Powered by Hexia

föstudagur, maí 06, 2005


Tommi segir brandara a meidjor torginu
Powered by Hexia


Eggert syngur Im an icelandic cowboy á placade de major
Powered by Hexia


Sa sætasti!!!
Powered by Hexia

Neibb... Gat ekki bordad lambid, drekk bara meira raudvin i stadinn:-)

Powered by Hexia


Ok, ta er tad dinnerinn, annad hvort babylamb eda babysvin. Tjonninn syndi okkur litlu greyjin adur en hann skar tau nidur. Eg reyni ad hugsa ekki um tad medan eg kyngi ... Omg.,:-l
Powered by Hexia


Mucho cervezas...
Powered by Hexia


Og ta er tad turistaferdin i bodi Kristins R Olafssonar sem talar fra Madrid...
Powered by Hexia

fimmtudagur, maí 05, 2005


Palli sæti í madrid..
Powered by Hexia


Er a tapasstad og er buin ad smakka kolkrabba:-l
Powered by Hexia


Hotelid... Ahhh...
Powered by Hexia


Lent i madrid íha., ciao
Powered by Hexia


Madrid, here we come...
Powered by Hexia

þriðjudagur, maí 03, 2005


Er komin i fadm fjalla og jökla, alltaf jafn gott nesjaloftid...
Elli skritni i eskihlidinn bidur ad heilsa :-)
Powered by Hexia


Er komin i fadm fjalla og jökla, alltaf jafn gott nesjaloftid...
Elli skritni i eskihlidinn bidur ad heilsa :-)
Powered by Hexia

jæja.. það fer að styttast í það að maður skreppi til Madrid, ætla að skutla strákunum austur á Hornafjörð á eftir, þeir ætla að vera í Nesjunum á meðan við erum í útlandinu, það fer ekki illa um þá þar.. ætla svo að gista hjá í Hraunhólnum í nótt og bruna svo í bæinn aftur á morgun og svo hinn daginn.. MADRID.. ohh.. það verður æðislegt!! þannig að ef einhver vill skreppa í smá bíltúr í kvöld og koma í bæinn aftur á morgun þá má hinn sami láta mig vita fyrir kl 4, mig vantar endilega einhvern til að tjatta við á leiðinni heim á morgun..

sunnudagur, maí 01, 2005


Vid erum i bió á myndinni Robots, tad er hlé...

Powered by Hexia