fimmtudagur, ágúst 11, 2005

síðan ég byrjaði í vinnunni minni í október er ég búin að snúa borðinu mínu 3svar.. er semsagt búin að snúa tölvunni um 180° og borðinu og stólnum líka, sem er bara gott, það breytist alltaf smá útsýnið hjá manni þegar maður þarf að rótera.. núna sé ég út um gluggann, á skipin og smá í esjuna og svona..
Annars er nú mest lítið að frétta, bara vinna og svona... ma&pa&elli eru væntanleg í bæinn um helgina, þarf víst eitthvað að fata drenginn upp fyrir skólann.. ég þarf nú líklega líka að fata mína drengi eitthvað upp.. palli er alltaf í vinnunni langt fram á kvöld og strákarnir eru úti að leika sér öll kvöld.. það þýðir að ég sit ein og horfi á sjónvarpið.. mér finnst það skrítið.. ég kann ekki á þetta.. hef ekki verið svona ein á kvöldin síðan áður en ég kynntist palla og það eru að verða 12 ár síðan það var.. það er ekki nema von að maður sé ekki í æfingu..