mánudagur, júlí 18, 2005

já.. fótboltamótið.. Við mættum niðrí Þrótt hálf níu á föstudagsmorgni. Veðrið var kalt, vindur og engin sól, ég svossem vissi það að það er aldrei gott veður þegar maður fer á skagann á fótboltamót og var því búin að fjárfesta í þessum fína pollagalla.. Við Birkir hittum liðið okkar, ég var fararstjóri í liðinu hans ásamt einum öðrum kalli sem reyndist svo vera giftur frænku minni þannig að það var bara svona líka skemmtilegt. Alls sendi Þróttur 6 átta stráka lið á þetta mót og við vorum semsagt ábyrg fyrir því liði sem Birkir spilaði með.Þegar við komum upp á Skaga fórum við í það að smala liðinu saman og öllum farangrinum, sem var smá maus því þessir litlu 7-8 ára guttar voru ekki allir alveg að ráða við það að halda á dýnu, svefnpoka og tösku inn í skólann sem við gistum í en að sjálfsögðu reddaðist þetta allt saman og allir fundu sitt. Svo röðuðum við okkur niður í skólastofunni sem Þróttur fékk og þekk það bara vel. Þá var klukkan orðin svona hálf ellefu og næst á dagskránni var að græja liðið í skrúðgöngu sem við áttum að vera mætt í klukkan 11. Þegar hér var komið við sögu var komið slagveður á skaganum þannig að allir skelltu sér í regnföt og húfur og aðra tilheyrandi fylgihluti, náðum okkur í stórann Þróttarafána, stilltum okkur upp í röð og örkuðum svo öll af stað þangað sem skrúðgangan átti að byrja.. reyndist það vera eitthversstaðar lengst inn í bæ (einhverjir sögðu að það hefði ekki verið hægt að fara lengra nema fara út fyrir þorpið..). Planið átti að vera þannig að einn af strákunum átti að halda á fánanum, sem hefði sjálfsagt verið í lagi ef það hefði verið betra veður, en strákarnir fuku bara með fánanum þannig að ég hékk bara í fánanum líka... Allavega.. skemmst er frá því að segja að við vorum eitthvað sein (sko öll Þróttaraliðin, ekki bara mitt..) þannig að við mættum skrúðgöngunni og bara tróðum okkur inn í hana.. ótrúlega snjöll.. síðan arkaði skrúðgangan niður á völl og þar var víst haldin einhver ræða sem við heyrðum ekkert í og þarna stóðum við í brjáluðu roki og enn meiri rigningu að reyna að útskýra fyrir strákagreyjunum afhverju við mættum ekki fara inn.. en loks tók þetta enda eftir hálftíma stand og við flúðum inn í skólann... Okkar lið átti ekki að spila fyrr en klukkan 4 þannig að við biðum bara "róleg", horfðum á vídeo, lásum í Syrpunum okkar og svona.. svo varð klukkan loks 4 og við spiluðum þá 3 leiki .. sem töpuðust.. svo skelltum við okkur bara í kvöldmat og strákarnir allir komnir í pokana sína um 9 leitið.Á laugardagsmorguninn voru strákarnir ræstir kl 7 því fyrsti leikurinn átti að vera kl 9.. þá spiluðum við 4 leiki, töpuðum fystu tveimur, næst var jafntefli og svo unnum við þann síðasta og það reddaði mótinu algjörlega.. mínir menn voru ekkert smá sælir með sig.. svo drifum við okkur í hádegismat og þaðan í sund. Svo var bara kvöldmatur kl 5 og kvöldvaka kl 7 þar sem ávaxtakarfan var, einhver jójómeistari, reipitogskeppni sem Birkir tók þátt í ásamt öðrum 4 sterkum Þrótturum og komust þeir í undanúrslit.. allir svo sofnaðir um 9Á Sunnudaginn var líka ræst kl 7 og leikur kl 9 við víking sem við unnum JIBBÍ .. svo mótslok, verðlaunaafhending, við fengum bæði medalíur (fyrsta fótboltamedalían mín.. hehe). Þetta var alveg ótrúlega skemmtilegt fótboltaferðalag, drulluerfitt en rosalega gaman.. Birkir minn stóð sig eins og hetja, spilaði bæði í marki og úti, stóð sig alveg sérstaklega vel í markinu, varði hvert skotið á fætur öðru, enda með rosa góða markmannshanska og í flottri þróttara-markmannstreyju.. hehe.. hann var ekkert smá sæll með þetta alltsaman.. og ég.. ekkert smá sæl með að vera orðin fótboltamamma.. það á nú vel við mína hehehe..
LIFI ÞRÓTTUR