miðvikudagur, júlí 27, 2005

sumir eru heppnari en aðrir þegar kemur að veðri í sumarfríi..
þegar við vorum að túra vestfirði um daginn var frekar svona leiðilegt veður þannig.. hitinn var svona á bilinu 7-9 stig, skýjað, allt að því þoka stundum og stundum rigning, skíta gola alltaf hreint, held að það hafi verið sól í svona sirka 10 mínútur.. og það allra súrasta var þegar við vorum á Hólmavík, 6 stiga hiti og svo leit maður út á fjörðinn, blasti þá ekki við BORGARÍSJAKI.. ekki neinn smá klaki.. ég meina, brrrr... ég get ekki neitað því að ég hafi hugsað: hvað er ég eiginlega að gera hérna.. og það var júlí.. ekki mars.. sjitt hvað það var eitthvað kalt og kuldalegt.. En svo núna.. þegar ég er að vinna og ekki í fríi.. er þá ekki bara sól og sumar upp á hvern einasta dag.. og maður neyðist til að vinna í hádeginu til þess að komast fyrr heim..
Og eins og þetta sé ekki nóg.. þá eru BÁÐAR systur mínar að fara á U2 tónleika á Parken á Sunnudaginn en ekki ég!!
er nema von að maður spyrji - finnstykkurettahægt..????