föstudagur, ágúst 19, 2005

jæja kannski spurning um að blogga smá, ekki að það gerist mikið, maður er bara í vinnunni og forritar eins og vindurinn, reyndar búið að vera hálfgert logn svona en það er allt í lagi svona einstöku sinnum...
Strákarnir bara búnir að vera heima, orðnir hálfleiðir á því að hanga svona og geta ekki beðið eftir því að skólinn byrji á mánudaginn..
Toggsterinn er væntanlegur heim á mánudag, verður ekkert smá gott að knúsa hann aðeins þessar fáu mínútur sem hann ætlar að stoppa hérna í hovedsteden.. skólinn víst líka að byrja hjá honum..
Palli er í vinnunni 16 tíma á sólarhring, svossem ekkert nýtt að frétta þar..
og nú að koma helgi, menningarnótt og spáð rigningu.. man sérstaklega vel eftir menningarnótt fyrir 4 árum, þegar Hrafnhildur og Bjössi giftu sig, við Heiða eins og útspítt hundskinn út um allan bæ, redda borðum, skreyta hótelherbergi og ég veit ekki hvað og hvað, "hálf" timbraðar eftir að hafa drukkið marga öllara kvöldið áður þegar við vorum að semja texta til að syngja í brúðkaupinu.. sérlega minnistæður þynnkuborgarinn sem við skelltum í okkur á methraða á meðan við horfðum á hlauparana í Reykjavíkurmaraþoninu hlaupa í rigningunni..
jámm.. þá var sko gaman..