laugardagur, janúar 31, 2004

Hæbb..
Það er helst í fréttum hér að Birkir er búinn að vera lasinn, búinn að vera heima síðan á fimmtudag með hita, hausverk, hálsbólgu og hæsi.. semsagt hin klassísku fjögur Há... hann er núna með 8 kommur og hundslappur.. en er samt búinn að græða eitt í þessum veikindum.. hann er kominn i hákarlaborðið í Finding Nemo ps2 leiknum sem við gáfum honum í afmælisgjöf um daginn... Annars er bara (eins og svo oft áður ) allt í gúddí.. palli var heima hjá Birkí á Fimmtudaginn.. hann tók því bara fegins hendi að fá auka frídag.. ég notaði fimmtudaginn ansi vel, fór í Baðhúsið milli 8 og hálf 9 .. svo í tíma kl. 10 og svo í shell um 1 leytið og var þar til að verða 7... skruppum reyndar aðeins "á fund" á kaffi milano um miðjan daginn... kláraði heimadæmin með dísu og fór svo heim og eldaði fisk..

ég var svo heima í gær.. gerði mest lítið nema að hjúkra sjúklingnum og sortera alla sokka heimilismeðlima sem höfðu safnast saman í einn haug.. eitthvað um 100 pör af sokkum..éggetsvosvariða...
Og núna var ég að koma úr baði.. palli er að vinna.. eiður í tölvunni og birkir að rella um köku.. er að spá í að lesa smá í stjórnun 2 ef ég nenniðí..
á mánudaginn á ég tíma hjá einkaþjálfara... ætla láta einhvern segja mér hvernig best sé að tækla þessa líkamsrækt.. um næstu helgi fer ég kannski norður í sjötugsafmælið hennar ömmu minnar... þannig að lífið er bara nokkuð ljúft.. nema ég sakna bara mömmu og pabba... en ég er nú orðin svo stór stelpa að ég á ekki að láta svona.. ég veit...

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Jæja.. búin að elda, borða og horfa á ER.. Birkir liggur hérna við hliðina á mér og er að fara að sofa.. þannig að lífið er bara nokkuð gúddí..
Ekkert markvert gerðist í dag, þannig séð,.. var bara að vinna í lokaverkefninu, svo rembdist ég vð heimadæmin sem ég á að skila á föstudag.. það gekk ekki baun í bala en það er nú ekkert nýtt..
Annars þá bara ekkert.. nema.. mér finnst þetta frábær mynd ...

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Jæja.. þá er ég í tíma.. og þá bloggar maður :o)
Afmælið hans Birkis er búið, tókst bara rosa vel mættu 16 krakkar, 14 strákar og 2 stelpur, ein 4 ára og ein 1 árs, þessi 4 ára fannst greininlega eitthvað skrítin kynjaskiptingin því henni fannst hún þurfa að segja mér það nokkrum sinnum að hún væri sko stelpa!!
Sunna Kristín mætti og labbaði um alla íbúð alveg eins og prinsessa, í fína kjólnum frá Helgu langömmu.. hún er bara æðisleg hún Sunna Kristín.. ekki veit ég hvernig foreldrar hennar höndla það að eiga svona dásamlegt barn, ég veit bara að ég er varla að höndla það og ég er " bara " móðursystir...
En afmælið já, veislan tóks vel, engin læti og allir fóru út að skylmast í LOTR leik... borðuðu fullt af tertum og rosa fjör.. Svo í gær var sjálfur afmælisdagurinn, afmælisstrákurinn fór í skólann og í gæsluna á eftir en svo þegar ég sótti hann var hann alveg rosalega sár yfir því að það var ekki sunginn fyrir hann afmælissöngurinn í skólanum.. bara "algjör ókurteisi að syngja ekki fyrir afmælisbarnið"..en ég söng bara fyrir hann og það reddaði málunum .. svo var að sjálfsögðu eldaður afmælismatur sem afmælisbarnið valdi sjálfur og var lambalæri og meððí í matinn og ís og jarðaber í eftirmat.. semsagt pottþétt afmæli..!!
Eiður fór á fyrstu handboltaæfinguna sína í gær og fannst bara æðislegt, hann er strax búinn að taka stefnuna á landsliðið, enda virðist mér nú ekki veita af því að koma almennilegum mönnum þar inn við fyrsta tækifæri...
Annars er ég sjálf bara í skólanum.. endalaus verkefni og svo er lokaverkefnið að taka allan minn tíma.. og bara gaman af því er það ekki?????

mánudagur, janúar 26, 2004

Til hamingju með 7 ára afmælið elsku litli snúðurinn minn

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Hæbb...
Bara láta vita af mér .. erum búnar að vera "á fullu" í þessu lokaverkefni.. hitta fólk út um allt og allt að gerast.. svo er stæðrfræðin ansi steikt en kennarinn sagði mér nú samt í dag að fólk væri nú almennt að ná þessum áfanga því prófið væri sanngjarnt.. maður verður bara að vona að hann sé ekki að bulla eitthvað í manni.. við vitum jú öll að stærðfræðikennarar eru upp til hópa skrítnir.. (nema pabbi minn að sjálfsögðu.. hehe)
Annars er nú bara ósköp lítið að frétta eitthvað .. búin að vera með einhverja ljóta magapest, er reyndar nýbúin að slafra í mig borgara, frönskum og meððí frá grillturninum þannig að mér hlýtur að vera batnað.. Svo bíður maður bara spenntur eftir EM.. ÍSLAND - slóvenía í kvöld .. Já og svo á "litli" sæti snúðurinn minn ammæli á mánudaginn þannig að ég verð að halda veislu um helgina sem þýðir að ég verð að baka á laugardag..
þannig er það nú..

mánudagur, janúar 19, 2004

Hæbb.. langt síðan síðast...
hef bara verið upptekin við að ná mér niður úr skýjunum.. er svo ánægð með einkuninin í forritunarmálum.. en ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverjum þá fékk ég sjö .. erum búnar að vera á fullu í höfuðstöðvum skeljungs við það að koma okkur fyrir .. raða borðum, stólum og tölvum.. keyra inn allskonar hugbúnað og svona.. skipuleggja.. plana .. jú og svo fór ég auðvitað í baðhúsið í morgun .. hrikalega dugleg.. er orðin svo mössuð á handleggjunum að ég á orðið erfitt með að tala í síma.. heheheh
Annars gengur lífið bara sinn vanagang.. helgin var næs og fín.. föstudagurinn fór í sjónvarpsgláp.. laugardagurinn í tiltekt og þrif og sunnudagurinn í leti, pönnukökubakstur, pússl og sjónvarpsgláp.. semsagt ekkert lært um helgina.. eins og það eigi nú ekki eftir að fara nógu margar helgar í það..

já og hey.. okkur vantar nafn á vinnuaðstöðuna okkar í lokaverkefninu.. erum á suðurlandsbraut 4 2.hæð.. í höfuðstöðvum SHELL.. einhverjar hugmyndir, anyone ???

fimmtudagur, janúar 15, 2004

ég fékk 7 í Forritunarmálum... 7... sjö....7... sjö....7... sjö....7... sjö....7... sjö....7... sjö...... JESSSSSSS..... ég er snillingur..!!!!

miðvikudagur, janúar 14, 2004

Hæbb.. er að byrja í fyrirlestri í Stærðfræðilegum reikniritum.. gríðarleg stemming..
Fór á fyrsta fund með verkefnakennaranum í morgun.. hann bara hress og vonandi verður þetta í fínu lagi.. er samt ekki neitt rosalega ánægð með hann.. hann er alltaf svo mikið á flugi einhvernveginn.. setur aldrei fram hreinar línur.. og eins og dæmin sanna þá veit maður aldrei hvar maður hefur hann..

Fór í persónuleikapróf í stjórnun um helgina og fékk niðurstöðurnar í gær. Ég er ESFP sem þýðir í stuttu máli :
Outgoing, friendly and accepting. Exuberant lovers of life, people and material comforts. Enjoy working with others to make things happen. Bring common sense and a realistic approach to their work, and make work fun. Flexible and spontaneous, adapt readily to new people and environments. Learn best by trying a new skill with other people.
Þar hafiði það.. rétt eða rangt???

þriðjudagur, janúar 13, 2004

Jamms.. ekki var vitnisburðurinn hans Birkis síðri.. ekkert smá hvað þeir eru að standa sig vel drengirnir...
Brjálað rok úti.. maður er bara heppinn að vera með nokkur aukakíló svo maður fjúki ekki..

En frétt dagsins er þessi.. Ég fór í Baðhúsið í fyrsta skipti í morgun.. það var bara æðislegt.. hafði Hrafnhildi með mér til halds og trausts enda hef ég varla komið inn á líkamsræktarstöð síðan ég var sautján eða eitthvað .. þurfti því einhvern til að halda í hendina á mér.. og til þess að gera langa sögu stutta þá segi ég bara þetta: Þetta var æðislegt, stöðin bara fullkomin og ég get sko alveg farið aftur :).. gleymdi meira að segja skónum heima og var á sokkunum en það var bara allt í lagi...Þannig að nú á bara að vekja vöðvakrílin mín af svefninum langa og koma þeim í nothæft ástand svo maður verði fitt og flottur.. eða ætti ég að segja flottari.. hehehe..

Fengum úthlutað verkefnakennara í lokaverkefninu í dag og okkur lýst svona bara ágætlega á hann.. var nú samt soldið fúl út í hann fyrir nokkrum dögum, hann var nefninlega kennarinn minn í forritunarmálum og kom með ansi svínslegt próf.. en ég fyrirgef honum það vonandi (lesist: ef ég næ prófinu ;) ).. en hann er fínn kall og þetta verður bara vonandi skemmtilegt.. maður fær alltaf smá fiðring svona þegar maður er að byrja á verkefni.. ekki að ég hafi tekið mörg lokaverkefni heldur hefur maður nú tekið nokkur annarverkefni sem hafa gengið út á svipað nema bara ekki eins viðamikið....

Nú bíð ég bara eftir að Birkir komi heim frá Ragnari vini sínum svo ég geti farið að kaupa eitthvað í svanginn handa köllunum mínum...

mánudagur, janúar 12, 2004

Jæja.. fjárandsbókhaldið er komið í hús.. kannski ekki nein glæsi einkun en búin að ná og námslánin sloppin fyrir horn sem betur fer.. óþolandi stress að þurfa að ná öllum prófunum til þess að fá námslánin..
Eiður Tjörvi var líka að fá sinn vitnisburð og skemmst er frá því að segja að drengurinn er snillingur.. fékk hæstu einkunn í öllum fögum nema framsögn og skrift og fékk hann næst hæstu einkun í því.. mér finnst nú bara fínt að fá næst hæstu einkun í framsögn þegar maður er með fullan munninn af vírum og plasti daginn út og inn... við erum allavega að rifna úr monti ....
Birkir er ekki búinn að fá sinn vitnisburð en það verður örugglega stórglæsilegt líka..
Heyri betur í ykkur seinna... er að fara í tíma..

föstudagur, janúar 09, 2004

greinilega alveg fullt af fólki sem les þessa síðu.. ég er bara rosa ánægð með það...
Allt fínt að frétta bara.. vinnuaðstaðan okkar í lokaverkefninu verður víst ekki út í Örfyrirsey (sem betur fer), heldur á Suðurlandsbrautinni.. sem er frábært því það er bakarí öðru megin við hliðina og pizzahut hinu megin og svo baðhúsið rétt hjá til að brenna öllum pizzunum og kökunum og svo líka það sem skiptir eiginlega mestu máli þá er þetta stutt frá skólanum þannig að maður getur skotist í götum og eftir tíma án þess að þurfa að keyra í hálftíma(!)... eitt sem við erum ekki nógu ánægðar með er það að tölvurnar sem við verðum að vinna á eru bara með 256mb vinnsluminni og er það frekar svona fúlt þegar maður er að vinna í .net umhverfinu, þessar elskur týma ekki að kaupa stærra minni fyrir okkur .. sem er nú frekar nýskt finnst mér .. þeir eru að fara að fá þetta fínasta (vonandi) kerfi for free og geta ekki einu sinni skaffað manni almennilegt minni.. glatað!!! ekki eins og þetta fyrirtæki sé í bullandi taprekstri..
Fór í tíma í "skólakúrsinum" í morgun og mér líst rosa vel á þetta.. verður örugglega rosa skemmtilegt .. eigum að fara í framhaldsskólana og rannsaka notkun nemenda og kennara á tölvum.. og skrifa skýrslu .. semsagt .. rannsaka .. örugglega rosa gaman... semsagt rosa... hehe
Ég man þegar ég var í framhaldsskóla þá lennti ég einu sinni í því að krakkar úr háskóla komu og voru að vinna eitthvað rannsóknarverkefni .. manni fannst þetta alveg stórmerkilegt og leit rosa mikið upp til þessa fólks, fanst það eitthvað svo kúl og veraldarvant að vera í háskóla.. Ætli krakkagreyjin líti þannig á okkur, nördana sem koma að spyrja þá.. einhvernvegin efa ég það..... vá ég er eins og amma.. ég man þá tíð er ég var í skóla... margt hefur breyst síðan.. ég var sú eina í 10 bekk(sem hét 9 bekkur þá) sem hafði tölvu heima og þegar ég var að gera heimaæfingar í vélritum ..þið munið fjfjfjfjfjfgkgkgkgkg...þá fannst pabba miklu meira vit í því að kenna mér að gera copy/paste á línurnar heldur en að æfa mig í fingrasetningu.. . þannig að ég þurfti bara að gera eina línu og copy-aði svo bara hinar fjórar...
Ég hef sagt það áður og segi enn og aftur..Pabbi minn er algjör snillingur..besti pabbi í heimi..
vá hvað ég blaðra......

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Mætti í skólann í dag.. "rosa" fjör.. ég fékk alveg svona.."égnennesssekki" fíling.. maður á gjörsamlega eftir að vera á fullu alveg fram í maí og vel það.. fór í fyrirlestra í StjórnunII og Stærðfræðilegum Reikniritum, það eru "bara" 5 skilaverkefni og ein stór ritgerði í Stjórnuninni og svo 9 dæmaskammtar og 2 forritunarverkefni og eitthvað meira held ég í stærðfræðinni... svo fer ég líka í fag með ótrúlega löngu nafni "Upplýsingar- og samskiptatækni í skólakerfinu" og þessvegna bara kallaður skólakúrsinn eða bara þarna upplýsingakúrsinn eða kúrsinn með langa nafninu, ásrúnarkúrsinn(því kennarinn heitir Ásrún) eða eitthvað svoleiðis.. mér skilst að það séu líka nokkur skilaverkefni honum .. Svo er maður náttúrulega að vinna að lokaverkefni.. mér skilst að maður vinni við það bara nonstopp frá kl: 8 - 22.. frá byrjun janúar þannig að þetta verður ekkert smá mikið fjör..
Bjarta hliðin (og hún er sko björt) á þessu er ekki af verri endanum.. jú.. B.Sc gráða í tölvunarfræði þann 12. júní(held ég) .. bara eitt svona giveortake.. verð að ná forritunarmálum .. fæ einkunn í síðasta lagi 19. jan.. læt ykkur vita..
Já og eitt enn .. hverjir lesa eiginlega þessa síðu.. svar óskast í commeti... danke..

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Halllló..
Ég er ekki dáin.. bara búin að vara á fullu að læra og taka próf.. Gekk ekki vel í öðru.. er fúl út í kennarann og vill ekki ræða það neitt.. en gekk vel í hinu vonandi...
Er búin að vera í fríi heima hjá mér í allan dag og hafa það ágætt svossem.. nema er hálf slöpp ... Skólinn byrjar á fullu á morgun, strákarnir byrjuðu í dag og fannst alveg rosagaman að vera byrjaðir í skólanum.. það var samt langskemmtilegast að það var ekki heimavinna... ohhh hvað ég skil það vel.. ég er svo að fara á fullt núna að ég er strax komin með spennuhnút í magann og axlirnar.. eins gott að maður er að fara í leikfimi til að liðka sig aðeins og fá smá útrás..
Ég er að hugsa um að hafa bara Teikavei í kvöldmatinn.. vona bara að pallinn minn sé sáttur við það.. hann verður það .. ég veit það... ohhh hvað ég vona að þetta ár verði jafn æðislegt og 2003..
Janúar .. við fórum út að borða með Egilsson á Argentínu, alveg meiriháttar svo átti Birkir afmæli og varð looookkkksssiiiinns sex ára ..
Febrúar.. man ekki eftir neinu merkilegu.. en ég er svo gleymin að það er nú ekki að marka..
Mars.. jibbí .. keyptum íbúðina okkar og fluttum loksins úr ömurlegu íbúðinni í efstasundi þann 23 mars.. svo byrjaði ég í prófum viku seinna...
Apríl.. var í prófum, átti afmæli og saumaði gardínur fyrir alla íbúðina ... Byrjaði í hörpunámskeiði í skólanum..
Maí.. var í hörpunámskeiði... Gísli Tjörvi varð 9 ára... kosningar..
Júní ... Fór austur að vinna á HSSA tók strákana með en skildi palla aleinan eftir í reykjavík.. Mamma afmæli..
Júlí.... Humarhátíð... rosa gaman og viku sumarfrí hjá Palla í Reykjavík... Palli átti afmæli...
Ágúst.. Eiður átti afmæli.. varð 9 ára.. Fórum með með mömmu og Pabba í mjög eftirminnilegan göngutúr út að Horni.. Kom loksins heim til Palla... Skólinn byrjar og Birkir byrjar í skólanum, loksins hann var búinn að vera 6 ára lengi lengi..
September.. skóli..
Október.. Við Palli áttum 10 ára afmæli..mmmm...Guðrún fæddist.. og ég var skírnarvottur..
Nóvember.. fór austur með strákunum í helgarferð, Sunna Kristín varð 1 árs.. próf.. Pabbi afmæli..
Desember... Aðventunámskeið.. jól.. áramót .. hamingja...

föstudagur, janúar 02, 2004

var að kaupa mér árskort í baðhúsinu.. hvort sem þið trúið því eða ekki... ýmislegt sem maður gerir þegar maður á að vera að læra undir próf (!)
Gleðilegt ár allesammen...
Átti alveg frábær áramót með allri fjölskyldunni, helling af mat, slatta af rakettum og helling af tertum.. bæði skottertum og hinsegin.. alveg rosa skemmtilegt og næs... eina sem var leiðinlegt var það að hvað Sunna Kristín var rosalega hrædd við sprengingarnar ( hún hefur það frá mér.. ég hef alltaf verið hálf hrædd við þetta..hehe semsagt eins og kolla frænka hehe) og gatið sem kom á nýju flíspeysuna hennar heiðu.. allt annað var frábært..
Fórum fjölskyldan á Return of the king þann þrítugasta og hún var bara ólýsanleg með orðum eins og heiða systir sagði... Birkir er enn að tala um hana..
Er núna stödd upp í skóla að læra fyrir endurtektarpróf sem ég er að fara í á morgun.. gríðarhressandi ... maður er ekki alveg í gírnum eftir gott frí en þetta vonandi kemur ... áfram KR...