laugardagur, maí 29, 2004

jæja.. maður útskrifast víst ekki fyrr en á næsta ári.. hvað er eiginlega málið með mig og stærðfræðileg reiknirit...

miðvikudagur, maí 26, 2004

Hæbbs...
Er á Hornafirði. Hér er gott að vera. Sofnaði við fuglasöng í gærkvöldi og vaknaði við fuglasöng í morgun. Ætla mér að heyra í hrossagauki áður en ég fer heim aftur. Ástæðan fyrir því að ég er hérna núna er sú að Elías Tjörvi á að fermast á mánudaginn og ég ákvað að skella mér hingað í gærkvöldi til þess að vera mömmu til halds og trausts í fermingarundirbúningnum.. og líka bara að slappa af eftir mikla og erfiða törn..
Er ekki búin að fá út úr prófinu, er samt búin að ákveða að halda veislu vikuna 11-18 júní í miðhúsaskógi. Þar verðum við fjölskyldan og Heiða og Pétur og ætlum að hafa það æðislegt!! Allir velkomnir sem vilja.. vonandi verð ég samt í burtu frá kl 10 á laugardagsmorgun og eitthvað fram eftir degi... vonandi...

laugardagur, maí 22, 2004

Prófið er búið.. hvernig mér gekk.. jahh.. best að segja ekki neitt..hélt að ég væri búin að ná síðast en við vitum nú öll hvernig það fór.. vona bara að guð sé memm og ég nái.. en eitt get ég sagt!! Ef Gissur nær en ekki ég þá verð ég fúl, ég kenndi honum allt sem hann kann !! og líka gunna.. þannig ef einhver á að falla þá er það þeir, ekki ég!!
Núna er laugardagskvöld, fór með eiði, birki, gísla, sunnu og heiðu í húsdýragarðinn í dag, sunna fór m.a.s í hringekju.. fengum pulsu, blöðru og allt.. grenjandi rigning en það var nú allt í lagi... ekkert smá gaman.. rosalega er ótrúlega gaman að vera móða.. hehe..
Núna er ég búin að borða ógislega gott pasta, drekka hálfa hvítvín og lífið leikur við mig.. Talaði við Toggster áðan.. það var gott, var eitthvað svo mikið að huxa um hann .. skrítið hvað ég sakna hans miklu meira núna heldur en þegar hann var í firðinum fagra....
jæja... vonandi hafiði það jafn gott og ég..

miðvikudagur, maí 19, 2004

Jæja þá er þessu lokaverkefni formlega lokið. Kynningin var í gær og komust færri að en vildu.. nei reyndar ekki.. og þó, pabbi vildi koma en komst ekki þannig... Allavega.. kynningin tóks bara vel, kennarinn okkar sagði að hún hefði verið einföld en góð og flott og við bara ánægðar. Ég byrjaði að tala og talaði í svona 5 mínútur.. var gjörsamlega að farast úr stressi... titraði svo mikið að ég gat ekki flett blöðunum mínum.. frekar svona .. en svo lagaðist það sem betur fer.. svo töluðu stelpurnar hver af annarri, svo komu spurningar og svo var bara allt í einu allt búið. Reyndar þurfum við að halda kynningu fyrir Skeljungsfólk á mánudaginn.. þar verður örugglega rosa mikið af fólki, starfsstjórar og öryggisráð og fleiri svona ráð, en við mössum það, enda náttúrulega langflottastar..
En núna er ég að læra undir próf sem ég er að fara í á föstudaginn.. og eins gott að ég nái því maður..
Já og eitt enn.. við fengum sumarbústað helgina sem útskriftin verður.. þannig að ef ég næ prófinu, þá verður útskriftargleði þar og ef ég næ því ekki þá ætla ég að halda upp á hvað ég er búin að vera ÓTRÚLEGA DUGLEG í vetur og þá verður mottóið mitt - HVERJUM ER EKKI SAMA UM EITT SKITIÐ STÆRÐFRÆÐIPRÓF- .. en auðvitað ætla ég að ná þessu prófi.... auðvitað..

sunnudagur, maí 16, 2004

Jæja .. þá er búið að skila þessu stórkostlega tjóna og kvartanakerfi fyrir skeljung.. ekkert smá notarleg tilfinning það.. bara sýningin eftir og hún verður á þriðjudaginn... væri samt betra ef maður þyrfti ekki að læra fyrir þetta próf sem ég fer í á föstudaginn... en svona er þetta bara..
Skrítin tilhugsun að vera bráðum búin í skólanum.. hvað á ég þá að blogga um ... ha, Svenni ?
Keypti mér þetta fína grill í gær.. og prufukeyrðum það svo með júróvisjón sem var í gær.. steikin var alveg rosa fín og keppnin líka ágæt .. jónsi stóð sig allavega eins og hetja.. ég fékk tár í augun og allt ..ekki að það sé til frásagnar að ég fái tár í augun hehe..
Annars er ekkert að frétta þannig.. ég er svöng og ætla því að koma mér heim og fá mér eitthvað í gogginn..
Leiter ðenn....

mánudagur, maí 10, 2004

Jamms.. það eru alltaf sömu lætin í birninum.. veit maðurinn ekki að ég er búin að vera upptekin.. en ég svossem trúi því vel að hann vilji að ég uppfæri oftar, þetta er alltaf svo stórskemmtileg lesning hjá mér...
Lokaskoðunin var á þriðjudagin..skemmst frá því að segja að hún gekk stórvel.. kennarinn sagði að við værum í góðum málum.. þannig að eina sem ég þarf að gera núna er að klára þetta verkefni og ná einu stærðfræðiprófi sem hafðist ekki í fyrstu tilraun og svo bara get ég útskrifast.. verst að útskriftardagurinn ber upp á sama dag og opnunarleikurinn í EM í fótbolta... spurning um að fresta leiknum eitthvað þannig að maður missi ekki af honum..
Fór í afmæli til Gísla Tjörva í gær.. uppáhaldsfrændinn bara orðin tíu ára.. ótrúlegt hvað þeir eldast strákarnir, allavega miðað við mig.. ég eldist ekki neitt.. skrítð hmmmm..

miðvikudagur, maí 05, 2004

Til hamingju með Tvítugsafmælið elsku Toggi minn.... er hjá þér huganum og sendi þér risaknús.....Luvja...

mánudagur, maí 03, 2004

úff..
komið að hinu vikulega bloggi..
hvað ættí ég að segja.. ekkert sem gerist hjá mér.. er bara í sHellinu.. ætla reyna að lýsa ástandinu aðeins..
uu... það eru c.a. 23 skref frá dyrunum inn á hæðina að dyrunum okkar.. það er grænn sófi á ganginum..grænar flísar sem eru farnar að detta af á klósettinu.. það er einhversskonar hlöðulykt inni á klósetti.. eða.. já.. hlöðulykt... inni á skrifstofunni okkar eru fimm borð þar af fjögur með tölvum á. Við þau borð höfum við sitið síðustu daga í að meðaltali 18 tíma á sólarhring. Á borðinu hennar dísu eru 5 tómar tveggja lítra TaB flöskur,blandípoka poki, candymix poki, krónupoki, bréf utana af hausverkjatöflum, ítölsk frasabók, kort af Róm,gsmsími, hedfóns og eyrnalokkar. Á Esterar borði er tóm dietkók flaska, sígarettupakki, gamall kaffibolli, prentari, penni, blævængur og hedfóns. Á siggu borði er stór bunki af útprentuðum kröfulistum, kaffibolli, bland í pokapoki, pringles staukur, tveir heftarar, mynd af Gabríelu, lampi, sími og hedfóns. Á mínu borði er pringlesstaukur með gulum pepsimax töppum, tómur lakerol pakki, vírusvörn á geilsadiski, pringlesstaukur, blaðabunki, penni, blævængur, tóm jógrúrtdolla, kaffibolli og hedfóns. Á fyrir ofan skjáin á tölvunni er ein mynd af birki og ein af eiði límdar með kennaratyggjói, mynd af eiði og sunnukristínu á desktopinu (var með mynd af mér og toggster í gær.. ). Svo er annað borð sem við borðum stundum við og á því eru tvær bækur, teach yourself asp.net in 24 days og asp.net unleasehed. Á veggjunum eru gamlar shell myndir með frösum eins og "tær er fjalladöggin, shell smurt er vel smurt" og " shell gufuvjelaolíur eru langbestar". Einnig er risastórt málverk af fjalli og grasi.
Við sjálfar lítum í megin atriðum þannig út: Íþróttabuxur eða einverskonar"leyni" buxur, víður bolur eða peysa, hár í tagli, ár undir höndum, hár á fótleggjum, baugar undir augum,vansvefta, vöðvabólga, hausverkur, hálsbólga, of hár blóðþrýstingur... semsagt alveg deadsexy..
lokaskoðun er á morgun kl. 11.. skil þann 13. maí, ... sem er eftiruuuuuuuuu 10 daga líklega..
svona er þetta búið að vera.. við höfum komið hingað á morgnanna um 10 -11 og farið heim milli 2 og 4 á næturnar.. fyrsti mai, við misstum af honum, dansarinn þarna.. þessi ótrúlega flotti, við misstum af honum, handboltamótið sem strákarnir spiluðu á, við misstum af því .. og það sem verst er.. við misstum af júrovisjóndísasterþættinum á laugardag...
EN eins og mér er reglulega bent á, þá ..

er þetta að verða búið.