fimmtudagur, júlí 31, 2003

er að horfa á fréttirnar og það logar allt í umræðum um það hvort árni johnsen fái að fara á þjóðhátið og ég get bara ekki orða bundist og spyr því.... HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞETTA LIÐ?????? Er maðurinn ekki í fangelsi???? meiga þá bara ekki allir fangarnir skreppa á þjóðhátíð??? það liggur við að maður voni að hann fái að fara því þá sannast það að íslendingar eru klikk...!!!
Annars er hlakka ég ekkert smá til að vera bara heima hjá ma&pa um helgina... fara í berjamó, grilla og drekka bjór .. þeir sem vilja koma með eru velkomin á "Hraunhóll 2003", næg tjaldstæði og frábær grillmeistari!
Jæja það er hætt að rigna í bili og aðeins farið að létta til, maður ætti nú kannski ekki að vera neitt að vona að veðrið haldist almennilegt.. vona bara innilega að það komi brjáluð rigning og rok þá kannski verður sól. Búið að vera rólegt í vinnunni, allavega hjá mér, sem er gott...
Fór til Rutar í gærkvöldi, kjöftuðum um allt og ekkert í 2 tíma ca... Ester segist ætla í karabískahafið þegar hún útskrifast... Dísa segist vera að fara til spánar... ég er ekki að fara neitt..!! ég auglýsi hér með eftir einhverjum sem vill bjóða mér og mínum manni til útlanda.. þarf ekki að vera í neitt langann tíma bara svona eins og eina góða helgi eða svo... bara svona smá rómó ferð..anyone, anyone??

Eins og glöggir lesendur þessarar síðu (ef einhverjir eru) hafa tekið eftir í kommentum gærdagsins(fjúhh)... þá vill Gunnardo bara að við stofnum fyrirtæki, Geiri vill vera með og ég verð nú sjálfsagt að vera með svona til þess að stjórna( sjá til þess að strákarnir spili ekki bara cs og skoði pron.. ). þetta er allveg brilljant hugmynd og legg ég til að stofnfundur fyrirtækisins verði auglýstur sem fyrst og einnig að auglýst verði eftir fjárfestum sem ertu til í að leggja mikinn pening í fyrirtækið. Einnig vantar nafn á þetta annars ágæta fyrirtæki. Já og auðvitað ef fleiri nördar vilja vera með þá er bara um að gera að láta vita í kommenti og verður tekin ákvörðun um það hvort viðkomandi fái að vera með svona þegar við gunnar og geiri hittumst næst yfir jógúrtdollu eða öllara.....
Ég segi nú bara eins og Geiri, hvað er málið með veðrið....???

miðvikudagur, júlí 30, 2003

Miðvikudagur í dag og 16 dagar þangað til að ég hætti að vinna.. það er bara gaman! Ekkert að frétta.. Er að veltast með hvað ég á að kaupa handa Eiði í afmælisgjöf.. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvort hann fái ekki örugglega pakka vegna þess að það er engin dótabúð hér á hornafirði....
Ég vil fara að komast heim til Reykjavíkur.. get ekki beðið eftir að skólinn byrji.. hvað er málið með það?? Eins og maður var komið með þokkalegt ógeð í vor, maður er nú ekki neitt smá fljótur að gleyma.. eins og það sé eitthvað tilhlökkunarefni að hanga í skólanum frá morgni til kvölds. Ég er viss um að strákarnir eru ekkert að bíða eftir því mamma þeirra byrji aftur í skólanum.. En þetta fer nú að verða búið, allavega síðasti veturinn í fullu námi og jafnvel bara útskrift í vor, mamma var nú að hafa smá áhyggjur af því að Elli bro myndi fermast um sömu helgi og við Björn görn útskrifumst ( þ.e.a.s ef Björninn útskrifast í vor, held það sko), en það verður vonandi ekki, enda svossem ekkert allveg hundraðprósentpottþétt að maður útskrifist í vor.. annað eins hefur nú gerst að maður falli í einu eða tveimur fögum... en maður hefur nú svosssem rúllað því upp í annarri tilraun.. Það er nú samt soldið skrítin tilhugsun að klára skólann því hvað á maður eiginlega að gera þá?? Það er nú ekkert verið að drekkja manni í atvinnutilboðum fyrir fólk með Bsc í tölvunarfræði, varla að maður blotni í fæturna....
En enga svartsýni, maður fær örugglega fína vinnu með amk hálfa millu á mánuði. Þá get ég keypt mér litla eyju einhverstaðar í karabíska hafinu og sötrað kokteila þegar mér dettur það í hug, hús á spáni eins og pabbi hennar dísu og bara haft það huggulegt.. ég bið nú ekki um meira!!!

þriðjudagur, júlí 29, 2003

vildi bara að láta ykkur vita það að ég á besta mann í öllum heiminum.....
Smá uppdeit á veðrið.. það er ENNÞÁ sól.. ég segi það alveg satt.. reyndar kominn smá vindur en kvahhh...

Búið að vera frekar vitlaust að gera hér á stöðinni í dag.. ferðafólk með veik börn og svona skemmtilegheit.. Dr.Dave er farinn til Makedóníu, aumingja hann, ég öfunda hann ekki neitt (!)...
Ég er að hugsa um að skreppa í smá verslunarleiðangur á eftir.. kaupa mér kannski eins og eitt stykki buxur... held að það sé sterkur leikur hjá mér...
Já og vitiði hvað, það eru bara 17 dagar þangað til ég hætti að vinna og 26 daga þangað til skólinn byrjar.. spáiði í það!!!
Góðan dag.. kominn þriðjudagur og haldiði ekki bara að það sé komin sól, reyndar spáð rigningu og ég í pilsi í vinnunni og maður veit nú hvernig það endar...

Annars er bara allt gott að frétta hér.. fór með Eið og Birki á íþróttaæfingu hjá Mána í gær, rosa fjör, alveg heilir 4 strákar og 1 stelpa, það er af sem áður var þegar ég var ung (úff, þetta hljómar nú eins og ég sé búin að vera 10 ár á elliheimili en ekki rétt rúmlega þrítug), þá var gamli íþróttavöllurinn fullur af rjóðum og sveittum krökkum sem köstuðu spjóti, stukku hástökk og allt mögulegt, þá þurfti að skipta í hópa til þess að maður þyrfti ekki að bíða of lengi til þess að fá að stökkva eða kasta.. krakkar á ölum aldri allt frá 6 ára upp í "fullorðið" fólk sem var kannski allveg að verða 20 ára eða eitthvað .. og stökk kannski allveg 5 metra eða eitthvað í langstökki .. nú eru þetta örfáir krakkar sem mæta... hvernig ætli standi á þessu, eru foreldrar ekkert að hvetja krakkana sína til þess að drífa sig út í góða veðrið eftir kvöldmat til þess að fá að prófa að kasta kúlu eða kringlu, stökkva hástökk, hlaupa spretti og enda þetta svo á góðu boðhlaupi.. Við systurnar mættum alltaf, Dadda, Arna og Matta mættu alltaf og Siggi, Eydis, Freyja og Helga.. Steini, Jóhann, Nonni Jóns.. allir mættu.. Svo var kannski stolist niður á Hótel Eddu og fengið sér súkkulaði á eftir... Þá var nú gaman að lifa.
Strákunum mínum fannst æðilsega gaman í gær, þeir stukku langstökk og köstuðu spjóti og hlupu allveg rosa hratt.. kannski að fjöldinn skipti ekki máli, heldur bara að fá að prófa .. Þeir ætla sko pottþétt aftur næst..

mánudagur, júlí 28, 2003

Jæja. þá er helgin búin, var svossem bara ágæt, Fór í sund með strákana á laugardaginn vorum í sundi í litla 2 og hálfan tíma, geggjað veður og rosa fínt. Strákarnir léku sér með korka og hringi á meðan ég flatmagaði í pottunum, var nú samt svona aðeins of lengi því það munaði ekki miklu að ég breyttist í hafmey... Birkir sagði mér bara að koma í laugina þá myndi ég ekki breytast í hafmey.. eins og vatnið sé eitthvað þurrara í lauginni heldur en í pottunum..
Á sunnudag fór svo náttúrulega að rigna .. enda búið að vera sól alveg heilan dag daginn á undan... og þá fór Eiður með Pabba og Ella bró í hjólatúr og fjallgöngu.. sáu 80 brekkusnigla og ég veit ekki hvað og hvað.. en við Birkir fórum að heimsækja Írisi og Darra Snæ, við Íris sátum og blöðruðum um allann fjandann fram að kvöldmat og Birkir og Darri horfðu á herra baun.. allveg hreint fínn sunnudagur.

En nú er bara mánudagur til mæðu, en ekki kannski neitt rosa mikillar mæðu, pöntuðum okkur Pizzu í hádeginu til að "kveðja" Þórlaugu sjúkraþjálfara sem er að fara til danaveldis eftir nokkra daga og var það° nú allveg sérdeilis prýðileg pizza..

Annars heldur fólkið hérna í vinnunni að ég sé orðin eitthvað skrítin því að á milli þess sem ég svara í símann þá er ég að glugga í grein sem hann Ágúst (maður fær allveg hroll) kennari setti inn á skólanetið um daginn sem heitirHow to read mathematics, fólkið hérna er allveg að missa sig yfir því hvað ég er mikill nörd.. að vera lesa þetta af fúsum og frjálsum vilja er náttúrulega gjörsamlega óskiljanlegt. En ég verð bara að játa mig sigraða... ég er nörd og það verður bara að hafa það, þetta er viss fötlun en ég verð bara að læra að lifa með henni .. ;o).. æhj... það er nú smá krúttlegt að vera nörd, er það ekki??

föstudagur, júlí 25, 2003

Jámm ég reddaði málunum .. enda ekki nema von ég er snilli...
Var búin að skrifa þessa fínu færslu um ekki neitt en greinilega samt svo merkileg að bloggerinn sá ástæðu til þess að dulkóða færslunna en ég henti henni bara !!!

Það var svossem ekkert merkilegt í henni nema það að Palli minn á afmæli í dag, er 34 ára kallinn og ég ekki einu sinni hjá honum til að kyssa hann til hamingju.. frekar fúlt, en þetta styttist.....
Nú fer verslunarmannahelgin að skella á og ég ætla að baka afmælisköku handa Eiði Tjörva á laugardeginum því hann verður 9 ára 2. ágúst þannig að það verður afmælishátíð í nesjunum um verslunarmannahelgina.. ég er nú reyndar þekkt fyrir að vera með "öðruvísi hátíðir " um versló en annað fólk.. hver man ekki eftir Skjólgarður ´90, ´91 og því öllu.. Mér finnst best að vera bara heima og horfa á fréttir af útihátíðum í tellíinu.. það er alltaf öruggast!!

Eitt í lokin..
mig langar að hjálpa honum Doctor Dave vini mínum, málið er að Davíð læknir hér á stöðinni þarf að komast í bæinn eftir hádegi á þriðjudaginn og þá er hvorki flogið né rúta. Þannig að ef einhver er að fara í bæinn á þriðjudaginn please let me know.. Hann er að fara til útlanda á miðvikudag ..greyjið...

ps. setti inn linka á Venna júdó, sem skrifar rosa skemmtilegt blogg, og Sverri. Sverrir er nýbyrjaður að blogga og á ég ekki von á öðru en að hann skrifi skemmtilegt blogg, hann er nefninlega furðuskemmtilegur drengur....

pss. frétti í morgun að hann Sigursteinn vinur minn væri búinn að eignast strák.. Til hamingju með það...
þetta er nú soldið fyndið..
bloggerinn er ad eipa.. help anyone?????
Elsku Palli minn, til hamingju með daginn, ég knúsa þig og kyssi í huganum og vildi óska að við værum hjá þér...

fimmtudagur, júlí 24, 2003

Skelfilegt slys hérna í skarðinu í gær, fólk á ferðalagi missti bílinn sinn útaf veginum efst í skarðinu og bíllinn rúllaði niður.. frekar óhuggulegt allt saman. Manni bregður alltaf við þegar svona gerist og maður fattar hvað bilið á milli er stutt... eina stundina er maður á ferðalagi á íslandi og þá næstu bara í Nangijala.. ..
Þess vegna á maður alltaf að gefa sér tíma til þess að knúsa fólkið sitt og njóta að vera í návistum við það og finna hvernig manni hlýnar öllum að innan, maður veit aldrei hvenær maður fær tækifæri til þess næst.

En eins og þeir segja í fréttunum .. og þá að öðru..

Í nostralgíu flippi rakst ég á þessa síðu í morgun.. sumir eiga nú soldið bágt verð ég að segja ..
En morguninn fór að mestu leiti í þetta .. ekkert smá mikið af myndum.. maður fær allveg fiðring..

miðvikudagur, júlí 23, 2003

Ég var að lesa fletta nýjasta séð og heyrt í dag og las þar mér til mikillar ánægju að uppáhaldshljómsveitin mín í gamla daga Duran Duran ætla að fara túra um bandaríkin í upprunalegri mynd. Miðað við myndina sem fylgdi fréttinni hafa þeir nú elst svona þokkalega.. Nick Rhodes er nú alltaf jafn skrautlegur í andlitinu og John Taylor... mæ ó mæ.. hann er nú orðin hálf krumpaður greyjið.. með hneppt frá skyrtunni niður að nafla og bringuhárin út um allt... ekki beint æði sko, en Andy Taylor.. hann er flottur maður .. með sítt hár og svört sólgleraugu.. hann hefur örugglega elst vel, nema hann sé að fela eitthvað bak við sólgleraugun og Roger Taylor er ennþá eins og fermingardrengur. Simon Le Bon hefur ekkert breyst.. alltaf sami sjarmörinn..
Maður dýrkaði þessa gæja þegar maður var 15.. átti plakat í líkamstærð af þeim öllum, duran tösku, duran möppu, duran penna, duran þetta og duran hitt... og hlustaði á þá endalaust, var sko þokkalega ekki Wham-ari... átti meiraaðsegja merki sem stóð á I HATE WHAM.. held samt að mér sé óhætt að viðurkenna það núna eftir öll þessi ár að ég hlustaði nú á þá í laumi .. en að viðurkenna það þá..algert nónó.. Mér er sérstaklega minnistætt einu sinni eitt aprílgabb á rás 2, þá var sagt að hljómsveitin duran duran væri hætt.. ég man þegar við vinkonurnar löbbuðum göngustígin niðrí búð og ræddum þennan hræðilega atburð og var ekki laust við að það rynnu tár hjá sumum.. sem betur fer var þetta aprílgabb og ég get ekki beðið ef þeir gefa eitthvað út núna því ég er sko DURAN DURAN og er stolt af því.....
glæsilegt... teljarinn er kominn!!! Ég er snillingur.. eins og hefur margoft komið fram, sveimérþá, ég held að hógværðin sé að drepa mig.. ;o)
Stella var eitthvað að kvarta um teljara... prufa það!!
Hey.. haldiði ekki bara að ég sé búin að setja inn gestabók, það verður gaman að sjá hvort Björn görn hirðir verðlaunin syrir það að vera fyrstur...??:)
Svo skellti ég inn fleiri linkum ... þeir bætast svona við smátt og smátt ...
Annars gerði ég heiðarlega tilraun til að fara á Kaffihornið í gær með dísu og kibbu en það eru greinilega fleiri en ég sem finnst gott að vera á Hornafirði því plássið var fullt af túristum í gær og Kaffihornið þar engin undantekning, allt gjörsamlega stútfullt!!! Þannig að við skelltum okkur bara á rúntinn í smá stund og fórum svo á Víkina og fengum okkur sódavatn og kjöftuðum okkur allveg rauðar í framan! En þetta var fínt... Maður verður bara að gera þetta oftar....
Annars er bara rigning úti og ég í pilsi í vinnunni... spurning um að fara að mæta í kuldagalla, þá kannski kemur gott veður :$
Jæja.. skildi gestabókin mæta á svæðið??

þriðjudagur, júlí 22, 2003

Jæja þá er maður komin heim úr vinnunni, Dísa skvísa var svo elskuleg að sækja mig og skuttla mér heim, svo erum við jafnvel að spá í að kíkja á Kaffihornið í kvöld og fá okkur eins og eitt stykki kaffibolla, Toggi bro er örugglega til í að búa til eitthvað gott handa systu....

Annars er ég bara í rólegheitunum hérna heima, pabbi er að græja grillið og strákarnir eru í tölvuleik, algjörar inniskræfur, sólin ekki alveg búin að ákveða hvort hún ætlar að skína eða ekki ... þannig að lífið er bara nokkuð ljúft.
Það eina sem er ekki nógu gott er að ég sakna palla ótrúlega mikið...

hey.. best að tékka hvort ég get eitthvað fiktað meira í þessu... sett gestabók eða eitthvað ;)
.... ahhh borða fyrst
úhú.. skildi þetta kommenta dót virka...???

u..nei

eða hvað??
Málið er að það er svo rólegt oft hjá mér í vinnunni. Þar sem ég er einstaklega bjartsýn að eðlisfari (!) þá burðast ég alltaf með glósur með mér í vinnuna sem ég þykist ætla að lesa þegar síminn hringir sjaldan og engum dettur í hug að meiða sig. Til þess að gera langa sögu stutta .. þá er ég komin á bls 9 í fyrsta fyrirlestri af 20 og búin að henda upp svona smá bloggsíðu. Reyndar er þetta ekki nein alvöru síða, bara svona hallærislegt template, ég er ( eins og flestir sem þekkja mig eitthvað, vita ) frekar svona slöpp í HTML og öllu þessu dóti. En ég er nú samt eitthvað aðeins búin að fikta í þessu og þetta á örugglega eftir að breytast eitthvað ef ég nenni eitthvað að gera í þessu, sem er alls ekkert víst...
Svo þarf ég líka að skrifa eitthvað hér inn, eitt af því sem mér leiðist mest er þegar ég fer inn á einhverja bloggsíðu sem er gjörsamlega steindauð í marga daga, þessvegna er stella að verða uppáhaldsbloggarinn minn, hún blaðrar rosa mikið á hverjum degi og segir manni hvað hún gerði í gær og hvað hún borðar í hádeginu og svo hvað hún er að fara að gera á eftir... það er sko fínt blogg.. hellingur um ekkert ;o)
Ég veit samt ekki hvort ég fer eitthvað út í svoleiðis því ég geri ósköp lítið... vakna borða vinn og sef ... jahh.. horfi kannski stundum á tellíið.. en það er nú svona það eina.. Það er nú samt yndislegt að vera hérna í sveitinni, verst að veðrið er ekkert búið að vera neitt til að hrópa húrra fyrir, þoka og rigning til skiptis en í dag er nú samt smá sól þannig að ég get ekki kvartað...

Ég er svo að spá í að finna út úr því hvernig ég geri kommentakerfi eða gestabók .. .já eða bara bæði .. ég er nebblega tölvunörd þannig að ég skal, ég skal.....

Prófanir

Eins og allir vita þá er nauðsynlegt að gera prófanir á svona dóti... hugsa upphátt prófun kemur mjög sterkt inn en ég sé ekki alveg að ég nenni því....enda líka kannski ekki þörf alveg á því...

ég er að segja ykkur það ... þetta er bara alveg að rokka feitt!!!!!

ætli maður þurfi þá ekki að fara að skrifa eitthvað af viti.... þá fyrst fer nú að vandast málið held ég...

en nú er ég að reyna að setja inn linka, set inn linka hjá þeim sem eiga það einhverja hluta vegna skilið...
Jæja ... skildi þetta dódarí virka......
prófum að hafa italic texta og svobold texta...