miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Góðan dag. Miðvikudagur og fyrsti skóladagurinn hans Birkis Tjörva!
Fór með hann í skólann í morgun kl. 8, eftir að hafa smurt nesti og sett í tvö nestisbox, eitt fyrir hvern nestistíma. Hann var rosa flottur í skólafötunum, skólaúlpunni og með nýju, fínu, rauðu skólatöskuna á bakinu. Kyssti hann bless með tár í augum og kökk í hálsinum.....
Svo sótti ég hann kl. 13.20 og þá var minn maður sko ekki tilbúinn að fara heim, grét og sagðist vilja vera lengur. Tók mig 40 mín til að koma honum út úr skólastofunni..... Og hann ætlar sko að fara snemma að sofa til að nóttin líði hratt svo hann þurfi ekki að bíða lengi eftir að komast aftur í skólann! Jæja, er á meðan er....
Ég fór líka í skólann í dag, missti nú reyndar smá úr út af skólastandinu hans Birkis en það var allt í lagi svossem, gaman að hitta alla krakkana og mér líst bara þokkalega á þessi fög sem ég er í, er reyndar ekki enn búin að hafa það af að fara í Viðskiptafræði kúrsana (Jámm ég valdi tvo svoleiðis) og reiknirit, jahh, hvað get ég sagt, Ágúst, vinur vors og blóma, er í USA ( hann er nú vel geymdur þar reyndar ) og dæmatímakennarinn, einhver fermingardrengur sem þorir ekki að líta framan í bekkinn, muldrar eða tautar og skrifar c eins og =. É vil fá nýjan. En Stellu kennari er fínn og hún ætlar bara að glósa vel og svo verður bara ljósritað!!!
Annars er ég bara í góðum gír, verkstæðiskallinn í vinnunni hjá Bjössa búinn að laga móbóið í tölvunni minni. Ég þarf bara að láta Palla sæta skrúa hana saman aftur og þá er ég reddí ..... Jahh, ég er nú reyndar ekki búin að kaupa mér skólabækurnar ( sem kosta bara 31.030 kr ) en þegar ég er búin að því þá verður sko þokkalega tekið áðí!!!!!