föstudagur, ágúst 29, 2003

Góðan dag, Föstudagur....... fyrsta skólavikan búin bílifittornott...
Sit hérna uppi í 401 við hliðina á Stellu. Hún er að gera skilaverkefni í linux ... gaman að því... Svo er skilaverkefni hjá okkur í Reikniritum á föstudaginn næsta... ennþámeira gaman að því... Annars eru allir að fara vísó í kvöld til Nýherja.. ég ætla ekki því palli er að fara að gera eitthvað með vinnunni í kvöld akkúrat á þeim tíma sem vísindaferðin er og svo ætla ég að mæta í skólann í fyrramálið og massa stærðfræðilega greiningu... Taka vel áði....

Fór með Eið til tannréttingakonunnar í gær og hún sagði að hann væri með "mjög svæsið krossbit" sem þyrfti að laga strax... hann fær góm með skrúfu límdann á jaxlana og svo á ég að skrúfa skrúfuna út.. svona eins og plankastrekkjari... þetta þarf hann að vera með í 6mán og fá svo góm í 6 - 12 mán. Þetta kostar "aðeins" 120000 kr og þá á eftir að rétta tennurnar!!! ... Enginn smá peningur í því.. enda var stofan flott hjá henni maður.. bara við stólinn sem Eiður var í er tölva með 2mur skjáum... og svo allar aðrar hefðbundnar tannréttingargræjur... biðstofan ekki af verri endanum, Harry potter legó og allt...
Ég er greinilega á rangri hillu...
Þarf að fara að eyða 31030kr í skólabækur .. yfir og út..!!