fimmtudagur, september 23, 2004

Kolbrún...... allt sem hún segir og gerir er þaulskipulagt.
Þetta sannaðist heldur betur í dag, eða ekki, þegar ég rauk til og ákvað að drífa mig austur á Hornafjörð, tók mig 1 og 1/2 tíma að pakka, sækja dót fyrir Gísla Tjörva (sem ég bauð með), kyssa palla bless, taka bensín, skipta um peru í framljósinu og kaupa nammi... ákvörðunin tekin um 3 og komin út úr bænum um hálf 5 og í nesjalykt, fagran fjörð og í fangið á ma&pa 5 tímum síðar..
og hér ligg ég, í rúminu hans Togga, sem ég sakna btw ótrúlega, í gamla herberginu mínu, á þráðlausa netinu hans pabba og blogga!! ..
Ótrúlega gott að geta stungið af bara.. þökk sé atvinnuleysinu og verkfallinu..
Er samt búin að fara aftur í viðtal hjá listamönnunum og var svo í öðru viðtali í dag, allt gengur þetta ljómandi vel og ég bara bíð eftir að verða ráðin einhversstaðar.. reyndar fékk ég stöðumælasekt í dag.. er nú langtfrá því að vera sátt við hana en hvað eru stöðumælasektir þegar maður fær nokkra hundraðþúsundkalla í laun .. maður verður nú að fórna sér..
Planið er að vera hér í sveitinni fram á sunnudag og bruna þá aftur í bæinn, þarf að skila einhverju smá verkefni og svona á mánudaginn.... bara brjálað að gera .. ha..
sakna samt hans Palla sæta... alveg fulltfullt....