miðvikudagur, september 15, 2004

jahhá..
gerðist mikið og merkilegt í dag...
fór í atvinnuviðtal hjá ónefndu fyrirtæki hér í bæ, rosa fínt fyrirtæki og allt það, fínir gaurar og allt það... nema hvað.. þeir létu mig forrita fyrir sig linkaðann lista!!!! í viðtalinu.. ha.. !!! .. ómg hvað mér leið eins og ég væri í munlegu prófi eða eitthvað.. þeir gjörsamlega grilluðu mig.. ég sem hef ekki litið svona kóða augum í rúmlega 2 ár.. en AÐ SJÁLFSÖGÐU hristi ég þetta fram úr erminni.. jahh.. eða svona allavega miðað við það að vera drullustressaður í atvinnuviðtali, hafandi ekki séð linkaðan lista í rúmlega tvö ár, hvað þá pointera ... ég var allavega fegin þegar þetta var búið.. var meiraaðsegja soldið skemmtilegt svona eftirá..
Segiði svo að maður geti ekki lent í því að forrita linkaðan lista.. ha.. ég vissi alltaf að ég gæti lennt í því..
Svo er bara að bíða og sjá.. bíða og sjá.. jájá.. ég er pollróleg yfir þessu .. enda alltaf hressandi að skella fram linkuðum lista "on the fly"..
Annars er víst próf hjá okkur Bjössa á morgun.. og ég á nottla að vera að læra fyrir það núna en ekki að vera að blogga.. en allir vita að próflestur hefst með bloggi og á því að prenta út nokkrar glærur eða eitthvað.... og nú er ég búin að blogga og þá er bara eftir að prenta.. eins gott að prentarinn sé ekki bilaður því annars verður örugglega ekkert lært.. en prófið er nú ekki fyrr en á morgun klukkan fjögur þannig að það er sko nógur tími.. krossapróf og svona.. .
kvahhh.. ekki fyrr en hinn daginn ..