fimmtudagur, mars 11, 2004

Jæja.. bara margir dagar síðan ég skrifaði eitthvað hér.. ég hef mér það til afsökunar að ég er hreinlega að drukkna í verkefnum og dóti..
Erum að hamast við að klára hönnunarskýrsluna í lokaverkefninu.. ég er búin að vera að gera klasalýsingar síðan á mánudag.. við eigum að skila skýrslunni á mánudaginn.. svo á ég víst líka að skila heimildaritgerð á mánudaginn í stjórnun, 10 bls um eitthvað stjórnunartengt.. er ekki búin að ákv. hvað ég á að skrifa.. hvað þá að afla heimilda.. og hvað þá að skrifa eitthvað.. ómg.. hvað ég er komin með mikið ógeð..

Fórum á flúðirflúðirflóttamannabúðir á föstudaginn á nýja bílnum(sem er æði), komum svo bara heim um kvöldið.. á laugardaginn og sunnudaginnfór ég í sHellið og vann verkefni í upss kúrsinum sem við dísa skiluðum svo á sunnudagskvöld.. (ahhh.. þá man ég það að við eigum víst að prenta þetta út og skila útprentuðu í síðasata lagi á morgun :S )), kíktum reyndar í smá svona afmæliskaffi til Hrafnhildar á laugardeginum.. síðan þá er ég búin að vera niðri í sHell að gera klasalýsingar.. kem yfirleitt heim um kvöldmat, borða eða elda og borða.. sest svo fyrir framan TV með tölvuna í fanginu og held áfram að vinna.. tölvan grær örugglega föst við lærin á mér ef þetta heldur áfram svona.. en þetta á víst eftir að versna.. eigum eftir að gera stórt 40% verkefni í upss og forrita einhvern ljótan þjappara í stærðfræðilegum reikniritum sem gildir 15% og svo eitt verkefni í stjórnun sem gildiri 7 %. Allt þetta á að gerast á næstu tveim vikum því það eru bara tvær vikur eftir af kennslu í skólanum. Og mitt á milli sem ég er að gera þessi dásamlegu verkefni er nóg að gera í lokaverkefninu því 2. verkefnaskoðun er einhverntíman 22 mars - 27 mars..
Er von að maður spyrji.. hvernig á þetta eiginlega að vera hægt ????