mánudagur, mars 22, 2004

Einu sinni var makkaróna sem átti heima í kassa. Einu sinni datt kassinn niður á borð og makkarónan týndist. Hún var rotuð eftir fallið. Hún vaknaði undir ísskápnum í ryki og hún vissi ekkert hvar hún var. Þar til að hún hitti kónguló vingjarnlega kónguló sem sagði henni að hún væri undir ísskápnum. Kóngulóin bar makkarónuna undan ísskápnum. Þegar þær voru komnar undan ísskápnum kom konan í húsinu. Hún var skíthrædd við kóngulær og hún tók flugnaspaða og reyndi að lemja kóngulónna og makkarónuna. En henni tókst það ekki. Kóngulóin var svo fótfrá. En í síðasta högginu hitti hún þær sluppu í naumindum í gegnum gat á flugnaspaðanum. Síðan hittu þær spagetti sem flutti þær upp og makkarónan komst aftur í kasssann.
Endir
Höf: Eiður Tjörvi snillingur