miðvikudagur, september 17, 2003

Miðvikudagur
hehh... Móðureðlið sagði til sín í gær, strákarnir hringdu ekki því þeir voru læstir úti. Klifruðu upp á svalirnar og fengu svo aðstoð hjá strákunum í næstu íbúð við að komast inn, ég kom svo rétt á eftir þeim, orðin illilega áhyggjufull en þeir voru alsælir með að hafa reddað sér úr vandræðunum..
Annars er ekkert merkilegt að frétta, er með hausverk, ekki gaman... náði ekki að skrá mig í Vísó, fylltist allt á 3mur mínútum en það er víst eitthvað partý eftir ferðina þannig að maður kíkir kannski bara þangað, ef ég nenni...

Merkilegt með þennan skóla minn .. kennararnir þar halda örugglega að sólarhringurinn sé lengri hjá nemendum því þeir henda í mann skilaverkefnum sem aldrei fyrr, ég sem hélt að það væri ekki hægt að toppa 3ju önn en þessum "ösnum" er að takast það. Þetta er allveg að gera mig bilaða... maður heldur að þetta sé að verða búið en ég er viss um að stjórnendur skólans sita einhversstaðar í fínu drögtunum sínum og hugsa með sér .. ahh.. við skulum reyna að ná af þeim 100000 kalli í viðbót og gera þetta svo illmögulegt að sem flestir falli og fari aftur.. nei ég segi svona bara.. það er margt gott þarna en ég er samt á því að svona rosalegt álag er ekki gott, fínt að hafa pressu og álagið þannig að það haldi manni við efnið en ekki samt þannig að manni finnist þetta óyfirstíganlegt, það græðir enginn á því og eitt er víst að við verðum ekki betri tölvunarfræðingar fyrir vikið.. OG HANA NÚ!!

já og markaðsfræðiprófið er búið, gekk svona bara lala.. erfitt að segja með krossapróf þá eru það bara heimadæmin í stærðfræði fyrir morgundaginn og svo að forrita þýðandann í forritunarmálum fyrir föstudaginn...
HOW WONDERFUL LIFE IS...