föstudagur, september 12, 2003

Föstudagskvöld.
Sit hérna í stofunni heima hjá mér og er að horfa á sjónvarpið.. frekar leiðinlegt sjónvarpsefni, Ungfrú Evrópa!!! Hvað er málið með þessar fegurðasamkeppnir... ég meina, finnst engum neitt að þessu? Finnst fólki ekkert glatað að vera í bleiku bikiníi uppi á sviði að dansa við bleika slæðu undir klámmyndatónlist??? Hvernig er eiginlega dæmt? .. Þessi þarna miss X, hún dillar mjöðmunum mikið betur, notar slæðuna(ó mæ god) og daðrar meira við myndavélna heldur en Miss Y.... veljum hana... Ég meina hvernig í andskotanum er hægt að keppa í fegurð?? Þetta er eitthvað svo yfirborðskennt og glatað að ég gæti hreinlega gubbað!!
En hvað er ég að röfla, ef fólk vill gera sig að fífli með bleikar slæður í bikiníi þá er það í lagi mín vegna. Ómg nú var verið að velja MISS FRENDSJIPP...

Annars er bara allt fínt að frétta, allt að verða kreisí í skólanum en það er nú hætt að teljast frétt á mínu heimili, það er bara skrítið ef ég er ekki að læra...
Bakaði snúða handa strákunum í gær og uppskar "Þú ert besta mamma í heimi"... fátt sem toppar það.
Skilaði verkefni í dag og öðru í gær, og í næstu viku er próf í markaðsfræði, verkefni í stærðfræðlegri greiningu á fimmtudaginn og svo verkefni dauðans í forritunarmálum á föstudaginn, þannig að ..... ég veit ekki hvað skal segja...