miðvikudagur, september 10, 2003

Miðvikurdagur...
Skrapp heim... er búin að vera í skólanum síðan kl 8... í stanslausum dæmatímum.. er svo að fara í markaðsfræði fyrirlestur á eftir frá 4 til 7... skipti yfir í Háskólanám með vinnu .. var ekki að fíla gelluna sem kennir þetta í dagskólanum, ... of langt mál til að fara út í það hér en skemmtileg saga engu að síður... dressed to kill kemur þar við sögu..
Edda er að koma að sækja strákana svo ég komist í tíma og svo eru kjötbollur hjá henni og Magga í aften...
Var að tala við Pabba minn (sem ég sakna allveg ótrúlega mikið akkúrat núna.. og mömmu.. og Ella Sprella ....og Togga ...*andvarp*), hann ætlar að senda mér formúlublað sem hann bjó til einhverntíman fyrir mörgum árum þegar ég var í stærðfræði hjá honum í fas, er nefninlega í Stærðfræðilegri greiningu núna og þá kemur sér vel að muna að kvaðratrótin af x er það sama og x í hálfta veldi.... og ég ætla að rifja þetta allt saman upp ef hann finnur formúlublaðið... það verður örugglega skemmtilegt að sjá það !! (ég veit, ég er nörd)...
Annars þá verð ég að rjúka... tími eftir hálftíma..
over and out...