mánudagur, september 01, 2003

Góðan daginn, mánudagur og grenjandi rigning úti.
Ég er með hálsbólgu, hausverk og allveg drulluslöpp, er samt í skólanum að hlusta á fyrirlestra sem hann Ágúst tók upp áður en hann fór til USA... allveg hreint gríðarhressandi...
Ég er svo að hugsa um að fara bráðum heim, væri farin ef ég hefði ekki tekið að mér að vera barnapía fyrir 4 tölvur á meðan eigendur þeirra eru í tíma.. þau koma bráðum og þá er ég að hugsa um að fara ... yfirgefa samkvæmið..
Annars var helgin róleg, Þróttur gerði jafntefli og Sindrastelpur töpuðu í vítaspyrnukeppni, ég var í skólanum allan laugardaginn að "læra", Palli og strákarnir voru að græja einhverja tölvu fyrir Sigga, svo fór ég að passa Sunnu sætu og þeir fóru að borða uppi í breiðholti. .. Pössunin gekk vel enda ekki nema von því ég er snillingur að passa.. jahh eða kannski frekar að Sunna Kristín er bara pottþétt til að passa, held það sé frekar málið..
Svo á sunnudaginn þá var ég bara í rólegheitum heima hjá mér, enda slöpp, bakaði samt vöfflur handa Hædí og Píra sem komu í heimsókn... Palli og Pira gátu græjað pleisteisjon tölvuna sem við keyptum fyrir viku þannig að nú þarf ég ekki að kaupa nýtt sjónvarp (hjúkk!!)
Hey og já eitt æðislegt...ég eignaðist frænda á laugardaginn, Matta og Hjálmar eignuðust strák... Til hamingju...
Já og eitt annað frábært.. ég vann 15þús í Happdrætti Háskólans.. til hamingju ég!!
Jæja best að snúa sér aftur að reikniritunum.. vei..