þriðjudagur, september 09, 2003

Gude, sagði afi og tók af sér hattinn þegar hann sá fínu frúnnar í gamla daga..
Það er kominn þriðjudagur og vikan bara að verða búin, alla vega finnst mér það því ég sé ekki fram á að komast yfir allt sem ég þarf að gera í vikunni... fjúhh... segiði svo að það sé ekki full vinna að vera í skóla, þó svo að þeir sem borga út atvinnuleysisbætur segi að það jafnist á að mig minnir 19% vinnu.... flehh..
Kom heim úr skólanum fyrir um klukkutíma, gat ekki verið lengur því Birkir var alltaf að hringja í mig vegna þess að honum finnst reglan sem ég setti um dagin allveg ógeðslega glötuð regla og hann þurfti allveg rosalega mikið að segja mér það og oftar en einu sinni, þannig að það gekk ekkert að vera í skólanum. Reglan btw sem um ræðir er þannig að maður á að læra fyrst áður en maður kveikir á tölvunni eða playstation.(punktur) þokkalega glötuð regla finnst honum...
Ég ætti kannski að setja svona reglu á mig ... alltaf að læra áður en ég geri eitthvað annað... ég er samt ansi hreint hrædd um að ég myndi þá ekki gera neitt annað en að læra, ekki einu sinni borða eða pissa .. hvað þá sofa...
Bjarti punkturinn er ... þetta er alveg að verða búið.. bara einn vetur eftir .. jahh ... allavega í fullum skóla.... húrra!!

ps. Þetta blogg var að beiðni heiðu og einungis gert til að hún hafi eitthvað að gera við að lesa það. Hafa ber í huga að þetta er ekki skrifað vegna þess að ég hafi svona mikið að segja, eins og kannski sést!!!