föstudagur, september 05, 2003

Góðan dag, Föstudagur og mér er allveg að verða batnað.
Fór í skólann í gær en skökum tímaleysis þá var ekkert bloggað. Þurfti að skila verkefni í Stærðfræðilegri greiningu og svo er ég að forrita eitthvert hermunarverkefni fyrir "Sparisjóðinn í Trékyllisvík" í Reikniritum sem á að skila á sunnudag þannig að það er mikið að gera....
Fór í gær til Kristínar frænku, borðaði fullt af vöfflum og kjaftaði langt fram á nótt.. rosa gaman, vorum allar mættar, frænkurnar.. jahh nema Sunna sæta en hún var löglega afsökuð enda ekki nema tæpra 10 mánaða.. Þórdís, minnsta frænkan (fædd í febrúar) var í góðu stuði, brosti allveg hringinn þegar við mættum en lagði sig svo fljótlega með pabba sínum, engin smá dúlla... enda ekki skrítið, komin af þessari ætt ;)
Annars er ekkert að frétta... ætla bara að tjilla um helgina held ég, reyna að kannski að læra smá .. já og klára sparisjóðinn... Bara gaman að því :$.... eða ekki...