mánudagur, september 08, 2003

Góðan dag, Mánudagur og það er geggjað veður úti.
Ég sit núna inni í skóla og er að gera skilaverkefni í forritunarmálum, skilaði forritinu í reikniritum í gær, á að skila þessu sem ég er að gera núna á föstudaginn, heimadæmum í stærðfræði á fimmtudaginn og svo er allt eftir sem maður á að gera fyrir tímana og allir kaflarnir sem maður á að lesa fyrir alla fyrirlestra... ef ég væri rasisti þá myndi ég segja að það væri ekki fyrir hvítan mann að standa í þessu, en þar sem ég er EKKI rasisti þá segi ég frekar að það er ekki nokkur leið að standa undir þessu öllu saman... Ekki það að ég sé að kvarta heldur þyrfti nú aðeins að koma smá kommonsensi inn í hausinn á sumum kennurum, hvernig dettur þeim í hug að maður geti lesið 200 bls í einu fagi fyrir einn fyrirlestur, gert skilaverkefni, lært fyrir dæmatíma og allt fyrir eitt fag þegar maður er í 5 fögum. Svo er maður í 2 fyrilestrum í viku þannig að þetta gera um 4000 bls á einni viku bara í lestur... ... I rest my case...
Nei þetta er nú kannski soldið ýkt, maður þarf kannski bara að lesa 100 bls fyrir hvern fyrirlestur... en samt er það þá 2000 bls...
Æ ég ætla að hætta að kvarta...