þriðjudagur, september 16, 2003

Þriðjudagur..
er að læra... strákarnir eru búinir í skólanum fyrir klukkutíma og eru ekki enn búnir að hringja í mig.. ég er áhyggjufull!!!!! og þá getur maður ekki lært... er samt að reyna það hérna í skólanum, Dísa situr á móti mér og er með einhverja þá alháværustu tölvu sem ég hef nokkurn tíman heyrt í .. viftan í græjunni er innbyggð hárþurrka, svo mikill er krafturinn... og hávaðinn eftir því... samt kælir hún ekki nógu vel segir Dísa.
Annars þá er Markaðsfræðipróf hjá mér á morgun, gengur frekar illa að læra undir þetta, maður er orðinn svo lélegur að lesa svona kjaftafag eftir alla forritunina og stærðfræðina í tölvunarfræðinni .. maður á bara erfitt að finna taktinn.. en þetta er nú bara 10% próf þannig að það er ekki hundrað í hættunni...(hmm skrítið orðatiltæki, held ég hafi ekki séð það á prenti fyrr).
Allt er gúddí, verkefnin ganga þokkalega, dagurinn rúllar áfram og líður án þess að maður taki eftir honum, það er víst kominn 16. sept og mánuður síðan ég kom heim, ótrúlegt en satt...
Best ég fari að tékka á strákunum..
Annars er ég bara ástfangin sem aldrei fyrr af honum Palla mínum, vildi bara láta ykkur vita...