fimmtudagur, september 18, 2003

Fimmtudagur... tíminn líður hratt á gervihnattaöld
Vikan er að verða búinn. Stærðfræðidæmin búin .. jahh eða allavega búið að skila þeim.. gerði reyndar ekki þrjú dæmi... en hvað með það???
næsta mál á dagskránni er þá að klára þýðandann í forritunarmálum, erum reyndar langt komnar og ætlum að rumpa þessu af á morgunn...
Finnst ykkur ekki gaman að öllu þessu skólaröfli...Hef bara ekkert annað að segja, þetta er það eina sem ég hugsa um og geri þessar vikurnar þannig að ég hef ekkert um neitt annað að tala!!!
Skrapp með strákana í kringluna að kaupa armbönd.. minnti mig á þegar ég og steingerður vorum með skólphringinn um hálsinn í gamla daga..það var nú flott maður..
Nú er ég að bíða eftir að Palli sæti komi heim og svo er ég að fara að elda kótilettur og hrísgrjón og karrisósu... eitt af uppáhöldunum hans Eiðs
Já og eitt verð ég að segja ykkur.. Birkir datt og meiddi sig í dag. Hann meiddi sig á nefinu og "þar sem yfirvararskeggið vex bráðum á mig".. .. ég verð að kaupa rakvél handa barninu, ekki seinna vænna ... fyrir þá sem ekki vita þá er Birkir 6ára c",)