föstudagur, september 26, 2003

Föstudagur
Jahh... mikið að gera á stóru heimili....
Það hefur mest lítið á daga mína drifið síðan síðast nema bara alltaf að læra..
Á miðvikudag þá.. fór ég á foreldrafund með foreldrum 4.DS.. sótti Toggsterinn á flugvöllinn.. ætlaði að fara með Eið til Tönnsu en þegar ég fór að sækja hann og Birki í skólann fundum við ekki Birki og gátum þvi ekki farið. Við leituðum um allt en hvergi var drengurinn, rúntuðum um hverfið og svo fyrir rest fundum við hann. Ég spurði hann hvar hann hefði eiginlega verið þá sagðist hann hafa verið hjá skólastjóranum! Ég fékk sjokk, barnið búið að vera heilan mánuð í skólanum og strax farinn til skólastjórans.. en svo fékk ég betri skýringu á þessu... Hann fór nefninlega bara til að segja stjóranum frá þvi að það væru strákar að sprengja fullar mjólkurfernur á skólalóðinni og mjólkin rynni út um allt!!! .. Vildi bara láta hann vita.. Stjórinn þakkaði bara fyrir og lofaði að leita strákana uppi daginn eftir. Minn maður vill greinilega ekki að aðrir komist upp með það að vera óþekkir í skólanum ... en allavega ... þá missti Eiður af tannlækninum fyrir vikið... hann er örugglega bara vel sáttur við það....
Gærdagurinn fór bara í heimadæmi frá a-ö..
Dagurinn í dag fer í Skilaverkefni í forritunarmálum (aftur) sem á að skila á mánudaginn.. jibbi..
Helgin fer svo í að læra fyrir próf í reikniritum sem er á mánudaginn .. það er nefninlega nóg að gera í næstu viku...próf í Reikniritum, Próf í Forritunarmálum, skilaverkefni í forritunarmálum, skilaverkefni í Fjárhagsbókhaldi og skiladæmi í stærðfræði... sem verða örugglega ömurleg.. eyddi allri þessari viku í skiladæmin sem ég skilaði í gær.. og við erum að tala um það að ég er ekki léleg í stærðfræði.. stúdent af náttúrufr.braut... og pabbi minn sko stærðfræðikennari (þyrfti nú bara að ræna honum og stinga af eitthvert og láta hann taka mig í aukatíma)...
Þannig að ... brjálað að gera...