þriðjudagur, september 23, 2003

Þriðjudagur...
Er ennþá hálf tóm.. en ætla að reyna að koma einhverju frá mér samt... fyrir dygga lesendur þessarar síðu.. hehe
Helgin var fín.... eyddi föstudagskvöldinu hjá Ester, horfðum á Idol og kláruðum verkefni sem við skiluðum svo um ellefuleitið og þá dreif ég mig heim... lauk þannig frekar leiðinlegum og erfiðum föstudegi..
Vaknaði eldspræk á Laugardag, reyndar var Palli vinna en ég bara tók smá til, bakaði skúffuköku, bauð Heiðu og Pétri, Gísli tísli var í heimsókn og svo bara fóru strákarnir upp í Breiðholt til ömmu og afa og við Palli höfðum það huggó ein heima....
Sunnudagurinn mætti með geggjuðu roki! Ég vaknaði fyrir allar aldir með áhyggjur af Palla sem var á morgunlabbinu sínu í rokinu.. ég var skíthrædd um að hann fyki bara burt!!! Svo bara ... náðum við í strákana.. og ég ætlaði að elda læri en það var ennþá pikkfrosið þannig að ég bjó til pizzu í staðinn... sofnaði svo bara snemma..
Mánudagurinn hófst vel (eða svona þannig miðað við það að þurfa að mæta í fjárhagsbókhald korter yfir átta...) Svo eftir hádegi .. jahh .. ég vil nú sem minnst um það segja en komst að því að Guð getur verið annsi miskunarlaus stundum..
Svo borðuðum við fjölskyldan fimleikakássu í kvöldmat og horfðum svo á Survivor og svo var bara farið að sofa..
En núna bíða mín stærðfræðidæmi... (hmmm...hafiði heyrt þetta áður)...